is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40959

Titill: 
  • „Það er ekkert þess virði þegar... þetta fer að bíta þig alls staðar...“ : Líðan mannauðsfólks á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Vinnutengd streita er þekkt áhyggjuefni um heim allan og hefur verið viðfangsefni margra rannsókna. Rannsóknir hafa til að mynda sýnt fram á að streituvaldandi starf getur leitt til einkenna kulnunar og getur slíkt aukið hættu á sjúkdómum og tengdum veikindum. Auk þess hefur streita verið talin ein helsta orsök vinnutengdra vandamála og getur hún birst í formi andlegra sem og líkamlegra afleiðinga.
    Með þessari rannsókn er leitast við að skoða starf þeirra einstaklinga sem starfa við mannauðsmál hér á landi út frá því álagi og streitu sem ætlað er að starfinu geti fylgt. Þannig er andleg og líkamleg líðan þeirra rannsökuð út frá rannsóknarspurningunni: Hvernig er andleg og líkamleg líðan einstaklinga sem starfa við mannauðsmál á Íslandi? Rannsóknin var framkvæmd með blandaðri rannsóknaraðferð, eigindlegri og megindlegri. Fyrst voru tekin hálfstöðluð viðtöl við átta einstaklinga sem starfa í mannauðsmálum, fjórar konur og fjóra karla. Í framhaldinu var rafræn könnun lögð fyrir félagsaðila Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. Í megindlegu rannsókninni var stuðst við „Copenhagen Burnout Inventory“ mælitækið sem og bakgrunnsspurningar sem sneru að kyni, aldri, starfstitli, starfsvettvangi og starfsaldri þátttakenda. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að viðmælendur telja að starfið sé gríðarlega krefjandi á köflum og því fylgi mikið álag, með tilheyrandi streitueinkennum. Flestir viðmælenda hafa upplifað andleg og/eða líkamleg einkenni sem tengja má við streitu í starfi. Megindlegi hluti rannsóknarinnar sýnir meðal annars að 65,7% þátttakenda segjast stundum eða oft vera andlega örmagna og 40,3% þeirra segjast stundum eða oft vera líkamlega örmagna. Áhugavert er, að þrátt fyrir þetta segjast 8,7% þátttakenda vera útbrunnir í starfi sínu. Heilt yfir benda niðurstöður megindlegu rannsóknarinnar til þess að kyn sé sú bakgrunnsbreyta sem hefur áhrif á andlega og líkamlega líðan mannauðsfólks hér á landi. Þannig lækkar bæði andleg líðan sem og líkamleg líðan hjá konum miðað við karla.
    Rannsóknir hafa sýnt, að því miður er það svo, að mannauðsfólk hugar ekki nægilega vel að eigin líðan. Þessi rannsókn er vonandi hvatning fyrir þá sem starfa við mannauðsmál hér á landi, sem og aðra, að gæta þess að huga að eigin velferð og líðan, ekki síður en annarra.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað í tvö ár með samþykki Viðskiptafræðideildar.
Samþykkt: 
  • 5.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40959


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Líðan mannauðsfólks á Íslandi_Edda Björg Sigmarsdóttir.pdf994.34 kBLokaður til...25.06.2024HeildartextiPDF
Yfirlýsing.jpg65.47 kBLokaðurYfirlýsingJPG