is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4095

Titill: 
  • Hvernig gerast hlutirnir á akrinum : leikskólakennarar ígrunda og rýna í eigið starf
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að ígrunda með leikskólakennurum eigið starf og þann fræðilega bakgrunn sem það byggist á. Tilgangurinn var að öðlast betri skilning og skapa faglega umræðu um starfs- og kennsluaðferðir, hugmyndir og reynslu leikskólakennaranna. Í rannsókninni var leitast við að svara spurningunum, hvað gerir leikskólakennarinn dags daglega, hvernig vinnur hann með börnum og fullorðnum og hvaða reynsla, þekking og viðhorf hafa áhrif á starf hans? Rannsóknaraðferðin var eigindleg og rannsóknarsniðið starfendarannsókn. Rannsóknin var unnin í einum leikskóla þar sem rannsakandi er leikskólastjóri. Meðrannsakendur voru sex leikskólakennarar sem voru valdir með markmiðsúrtaki. Gögnum var safnað með vettvangsathugun þar sem þátttakendunum var fylgt eftir með myndbandsupptökutæki. Einnig var notast við samtalstækni sem byggist á amboðinu Fagleg starfskenning sem ætlað er að útvíkka samræður frá umræðum um daglegt starf kennaranna í kerfisbundna sköpun faglegrar þekkingar. Jafnframt voru formleg og óformleg viðtöl notuð í rannsókninni. Einstaklingsviðtölin voru hálf opin (e. semi-structered). Helstu niðurstöður sýna að leikskólakennararnir telja faglega starfskenningu sína eiga rætur í ,,brjóstvitinu“ sem tekur mið af uppeldi, námi og reynslu þeirra. Þeir byggja starfs- og kennsluaðferðir sínar á starfskenningu sem er þeim lítt meðvituð og nota heildstæða starfshætti þar sem þeir flétta saman nám, kennslu og umönnun.Viðhorfum og hugmyndum leikskólakennaranna til náms og kennslu í leikskóla má skipta í tvennt, það er þroskamiðaðar og fagmiðaðar eða námsgreinamiðaðar. Annars vegar telja leikskólakennararnir hlutverk sitt að meta hvaða reynsluskilyrði stuðli að menntun barna og skipuleggja umhverfið þannig að þau fái tækifæri, í sjálfsprottnum leik, að upplifa og læra í gegnum athafnir. Hins vegar telja þeir hlutverk sitt að brúa bilið á milli skólastiga og undirbúa elstu börnin fyrir grunnskólagönguna.

Samþykkt: 
  • 4.11.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4095


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
IngaMaria_lokaverkefni_fixed.pdf800.77 kBOpinnHeildartexti PDFSkoða/Opna