is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4097

Titill: 
 • Hlutlæg og huglæg skilyrði umboðssvika
Titill: 
 • Objective and
  Subjective Conditions for the Breach of Trust Provision of the Icelandic
  Penal Code
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í 249. gr. XXVI. kafla almennra hegningarlaga nr. 19 frá 1940 (hgl.) er að finna ákvæði um margvísleg auðgunarbrot og eru umboðssvik þeirra á meðal. Túlkun þessa sakleysislega ákvæðis hefur lengi vafist fyrir fræðimönnum en engu að síður er það talið eitt mikilvægasta ákvæði auðgunarbrotakaflans.
  Í ritgerðinni er reynt að gefa heildstæða mynd af umboðssvikaákvæðinu í íslenskum rétti. Er áherslan lögð á hlutlæg og huglæg skilyrði ákvæðisins sem og afmörkun þess gagnvart öðrum ákvæðum auðgunarbrotakaflans. Þá er einnig vikið að sögu umboðssvikaákvæðisins, stöðu þess í norrænum og þýskum rétti og hvernig refsingar eru ákvarðaðar í umboðssvikamálum. Loks er sérstakur gaumur gefinn að beitingu umboðssvikaákvæðisins í málum sem tengjast fjármálastofnunum.
  Í kaflanum um hlutlæg skilyrði er áhersla lögð á tvö atriði. Í fyrsta lagi að skýra hina refsinæmu háttsemi ákvæðisins („misnotkun á aðstöðu“) en í íslenskum fræðaskrifum virðist lítill reki hafa verið gerður að því að skýra hvað felst í misnotkunarhugtakinu. Er reynt að setja fram skýringar á því við hvaða viðmið dómstólar styðjast við mat á því hvort um misnotkun á aðstöðu sé að ræða. Í öðru lagi er samþykkissjónarmiðum og umboðssvikum frömdum í hlutafélögum veitt sérstök athygli en ekkert hefur verið fjallað um þau tilvik í íslenskum fræðaskrifum. Helgast það líklega af því að lítið sem ekkert hefur reynt á slík tilvik í dómaframkvæmd á Íslandi. Er staðan önnur í norrænum rétti þar sem mikið hefur reynt á umboðssvik í tengslum við hlutafélög og hafa norrænir fræðimenn látið sig málið miklu varða.
  Í kaflanum um huglæg skilyrði er fjallað um ásetning samkvæmt 18. gr. hgl. og auðgunarásetning skv. 243. gr. hgl. Þá er einnig fjallað stuttlega um þýðingu 261. gr. hgl., en það ákvæði leggur refsingu við þeirri háttsemi sem felst í umboðssvikum án þess að gera kröfu um auðgunarásetning.

Samþykkt: 
 • 6.11.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4097


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
umbodssvik_fixed.pdf804.15 kBLokaðurHeildartextiPDF