Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40970
Í ritgerð þessari verður sjónum beint að 1. mgr. 136. gr. laga nr. 60/1998 um loftferðir og fjallað gildissvið ákvæðisins með almennum hætti. Meginmarkmið ritgerðarinnar er að taka til athugunar hversu víðtækt ákvæði 1. mgr. 136. gr. loftferðalaga sé og hvort að heimildin sé nægilega afmörkuð í lögunum. Í því skyni verður samningsskylda rekstraraðila flugvallar eða flugleiðsöguþjónustu tekin til athugunar ásamt eignarréttarákvæði 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Þá verður litið til þess hvaða gjöld geti legið til grundvallar beitingu heimildarinnar, hvenær til gjaldanna er stofnað og í hversu langan tíma slík gjöld geta safnast upp til beitingar heimildarinnar. Í dæmaskyni verða stöðvunarheimildir í rétti annarra ríkja skoðaðar. Einnig verður skoðað hvaða önnur úrræði standa rekstraraðilum flugvallar eða flugleiðsöguþjónustu til boða við greiðslufall auk úrræða eiganda eða umráðanda loftfars við stöðvun þess. Þá verður vikið að dómsmálum sem voru í grunninn aðfararmál, þar sem eigandi loftfars krafðist þess að honum yrði heimilað fá það tekið með beinni aðfarargerð úr vörslum Isavia ohf. sem hafði aftrað för þess samkvæmt 1. mgr. 136. gr. loftferðalaga. Er komist að þeirri niðurstöðu að dómsmál þessi veiti ekki skýra leiðbeiningu um gildissvið framangreinds ákvæðis, sbr. L 3. júlí 2019 (321/2019) og H 23. september 2019 (43/2019). Í lok ritgerðarinnar er komist að þeirri niðurstöðu að ákvæðið sé ekki nægilega skýrt sem skyldi. Þannig er ekki hægt að lesa af lagatextanum sjálfum hvort þeir sem starfrækja flugvöll eða flugleiðsöguþjónustu hafi heimild til að aftra för loftfars vegna hvers kyns gjalda fyrir þjónustu sem eigandi eða umáðandi loftfarsins hefur þegið af þeim. Í þeim tilfellum þegar eigandi loftfarsins er leigusali er einnig óljóst hvort hægt sé að krefja leigusala loftfars um öll vangreidd gjöld sem umráðandi loftfarsins stofnaði til.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skemman_yfirlysing.pdf | 96,81 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Að aftra för loftfars - Meistararitgerð DA.pdf | 610,56 kB | Lokaður til...01.06.2050 | Heildartexti |