is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40973

Titill: 
  • Rafmyntir sem gjaldmiðill
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Rafmyntir eru tiltölulega ný tegund af sýndargjaldmiðli og þær komu fyrst upp á yfirborðið við stofnun Bitcoin árið 2009. Markmið rafmynta er í grunninn að breyta því hvernig peningar og verðmæti færast á milli einstaklinga og stofnana, eiginleikar þeirra eru meðal annars að við færslu á verðmætum er ekki notast við þriðja aðila eins og þekkist í venjulegum kringumstæðum eins og þegar bankar eru notaðir fyrir millifærslur. Verð á rafmyntum og þá einna helst Bitcoin hefur vakið gríðarlega mikla athygli um allan heim þar sem sveiflur í verði á Bitcoin eru mjög miklar. Margir hafa lýst yfir trú sinni á rafmyntum og lýsa því yfir að bylting sé að eiga sér stað en aðrir sjá lítið um möguleika og eru enn þröngsýnir á þróunina sem er að eiga sér stað.
    Hefðbundnir gjaldmiðlar hafa verið notaðir lengi vel í fjármálakerfum heims. Verðbólga og bankahrun eru vel þekkt fyrirbrigði sem hafa valdið mikil áhrif á virði gjaldmiðla í heiminum og er umtal og vitund á þessum fyrirbrigðum sífellt að aukast í samfélaginu og þá sérstaklega eftir fjármálahrunið árið 2008. Markmið ritgerðarinnar er að kanna hvort rafmyntir hafa það sem þarf til að hægt sé að skilgreina þær á sama hátt og gjaldmiðla. Skoðað verður hvernig núverandi gjaldmiðlar eru skilgreindir samkvæmt hagfræðilegum sjónarmiðum og hvort hægt sé að færa þá skilgreiningu yfir á rafmyntir. Fjallað verður ítarlega um hvernig rafmyntir virka, hvernig verð þeirra á markaði hagar sér og fjárfestingarmöguleikann í þeim.

  • Útdráttur er á ensku

    E-currencies are a relatively new type of virtual currency and they first came to the surface with the establishment of Bitcoin in 2009. The goal of e-currencies is to fundamentally change the way money and value move between individuals and institutions. They do not use third parties as is known in normal circumstances such as when banks are used for transfers. The price of e-currencies, especially Bitcoin, has attracted a great deal of attention around the world, as fluctuations in the price of Bitcoin are very large. Many people have expressed their belief in e-currencies and declare that a revolution is taking place, but others do not see the possibilities and are still narrow-minded about the development that is taking place.
    Traditional currencies have long been used extensively in the world's financial systems. Inflation and bank collapses are well-known phenomena that have had a major impact on the value of currencies in the world, and publicity and awareness of these phenomena is constantly increasing in society, especially after the financial collapse in 2008. The aim of the dissertation is to examine whether e-currencies have what it takes and if they can be defined in the same way as currencies. It will be examined how current currencies are defined according to economic considerations and whether this definition can be transferred to electronic currencies. It will be discussed in detail how e-currencies work, how their prices on the market behave and the investment potential in them.

Samþykkt: 
  • 6.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40973


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rafmyntir sem gjaldmiðill.pdf472.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman yfirlysing1.pdf172.66 kBLokaðurYfirlýsingPDF