is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40978

Titill: 
  • Sjálfbærni hlutafélaga. Skyldur stjórnenda og yfirlit regluverks á sviði sjálfbærni
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um skyldur stjórnenda hlutafélaga er snúa að sjálfbærni. Sjálfbærni hlutafélaga má lýsa sem viðleitni fyrirtækja til að huga að framtíðaráhrifum starfsemi sinnar á samfélag, umhverfi og hagkerfi. Með sjálfbærri stefnu er áhersla lögð á að koma í veg fyrir eyðingu auðlinda, að takmarka skaðleg áhrif fyrirtækis á samfélag og einstaklinga og að huga að ábyrgum stjórnarháttum innan fyrirtækis. Er þannig kappkostað við að mæta þörfum nútímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum og að tekið sé tillit til þarfa og hagsmuna allra hagaðila fyrirtækis við ákvarðanatöku og stefnumótun. Í ritgerðinni er leitast við að afmarka hvaða skyldur hvíla á stjórnendum hlutafélaga með tilliti til sjálfbærni. Í fyrstu köflum hennar er fjallað með almennum hætti um uppbyggingu hlutafélaga, hlutverkaskiptingu innan þeirra og stjórnarhætti. Þá eru helstu hugtök tengd sjálfbærni skilgreind og stuttlega fjallað um tildrög samþættingar sjálfbærnisjónarmiða og samfélagslegrar ábyrgðar inn í félagarétt. Í fjórða kafla eru almennar skyldur stjórnarmanna og framkvæmdastjóra í hlutafélögum teknar til skoðunar. Í fimmta kafla ritgerðarinnar er loks fjallað um skyldur stjórnenda í hlutafélögum er snúa að sjálfbærni og veitt yfirlit regluverks á sviðinu. Farið er yfir þær víðtæku sjálfbærnitengdu upplýsingaskyldur sem til stendur að innleiða og hafa að hluta til þegar verið innleiddar hér á landi. Þá er vikið að tillögu að tilskipun um áreiðanleikakönnun á sjálfbærni fyrirtækja og þeim skyldum sem lagt er til að lagðar verði á fyrirtæki samkvæmt henni. Loks er tekið til skoðunar hvaða sértæku skyldur stjórnenda að því er sjálfbærni varðar má leiða af almennum trúnaðarskyldum þeirra og skyldum til að sinna eftirliti, stefnumótun og áhættustýringu félags.
    Í því lagaumhverfi sem fyrirséð er að verði innleitt hér á landi er ljóst að stjórnendum verður nauðsynlegt að taka tillit til sjálfbærniþátta við framkvæmd starfa sinna í þágu hlutafélags til að uppfylla lögbundnar skyldur sínar. Þá kunna ákvarðanir sem ekki taka tillit til radda meginhaghafa og samfélagsþátta að reynast slæmar ákvarðanir til langs tíma og þannig vera í ósamræmi við þær trúnaðarskyldur sem hvíla á stjórnendum við framkvæmd starfa sinna. Er það niðurstaða rannsóknarinnar að tillit til sjálfbærniþátta í rekstri sé grundvallaratriði sem hafa ætti í huga í tengslum við góða stjórnarhætti, upplýsingagjöf, áhættustýringu, stefnumótun og ákvarðanatöku.

Samþykkt: 
  • 6.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40978


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA ritgerð HS.pdf1.43 MBLokaður til...05.05.2050HeildartextiPDF
Skemma.pdf222.36 kBLokaðurYfirlýsingPDF