Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40980
Markmið þessarar ritgerðar er að skoða áhrif einkaleyfaréttar á réttinn til heilsu og réttinn til lífs í heimsfaraldri COVID-19. Í því skyni verður fjallað um hvað felst í einkaleyfisvernd, aðdraganda þeirrar hugverkalöggjafar sem nú er í gildi og þau sjónarmið sem búa að baki. Þá verður fjallað um stöðu mannréttinda á alþjóðavísu, skyldur ríkja með vísan til alþjóðasamninga á sviðinu og þau heilsutengdu mannréttindi sem helst verða fyrir áhrifum lyfjaeinkaleyfa. Einng verður rýnt í tímamótasamning á sviði hugverkaréttar, TRIPS-samninginn. Þá verður gerð grein fyrir stöðu mannréttinda innan regluverks hugverkaréttar og kannað hvernig tekið er tillit til mannréttindasjónarmiða. Þá verður einkaleyfakerfið skoðað í samhengi við heimsfaraldur COVID-19, fjallað um hvernig rök fyrir einkaleyfisvernd horfa við í heimsfaraldri og hvort kerfið er til þess fallið að takast á við heimsfaraldur. Loks verða niðurstöður teknar saman með það fyrir augum að varpa ljósi á áhrif einkaleyfa á réttinn til heilsu og lífs í heimsfaraldri.
Komist verður að þeirri niðurstöðu að úrræði einkaleyfalöggjafarinnar séu ekki til þess fallin að bregðast við bóluefnavanda heimsfaraldurs COVID-19, meðal annars vegna þess að einkaleyfi eru í reynd ekki flöskuhálsinn. Einng verður komist að þeirri niðurstöðu að ríki heimsins hafi ekki staðið við mannréttindaskuldbindingar sínar í faraldrinum, en ekki verður fallist á að einkaleyfakerfinu sé einu um að kenna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MA-ritgerð.pdf | 1,07 MB | Lokaður til...01.01.2075 | Meginmál | ||
Skemman.pdf | 605,67 kB | Lokaður | Yfirlýsing |