is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40987

Titill: 
  • Samspil tekjuskatts- og lífeyriskerfa. Hvernig virkar samspilið?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tvö veigamikil kerfi sem snerta flesta einstaklinga í nánast öllum löndum heims dags daglega eru lífeyriskerfið og tekjuskattskerfið. Hér á landi hafa bæði þessi kerfi verið að taka breytingum á síðustu árum og áratugum. Mikið hefur verið skrifað um kerfin tvö í sitthvoru lagi enda gríðarlegir hagsmunir í húfi. Minna hefur þó verið skrifað um samspil kerfanna, og er það miður því samspilið hefur mikil áhrif á hagsæld þjóðfélagsþegna hvers ríkis fyrir sig. Í þessari ritgerð eru áhrif skattlagningar á lífeyristekjur skoðuð jafnframt sem samanburður er gerður við helstu nágrannaríki á þessu sviði. Skoðunum og skrifum ýmissa íslenskra fræði- og stjórnmálamanna eru gerð skil ásamt utanaðkomandi staðreyndum um kerfin tvö. Meðferð lífeyris í skattkerfinu er óhagstæð að vissu marki og spurningin er hvort tekjuskattskerfið hérlendis sé vandanum vaxið þegar skoðuð eru hlutskipti lífeyrisþega. Skerðingar almannatrygginga er annar vinkill sem vert er að kafa í en frændur okkar í Svíþjóð hafa verið markvisst að létta undir skattgreiðslum lífeyrisþega síðastliðin ár. Meginmarkmið þessarar ritgerðar er að kafa í þetta samspil og skoða hvernig tekjuskattskerfið vinnur samhliða lífeyriskerfinu. Kjör lífeyrisþega verða skoðuð og mögulegar hugmyndir til betrumbætinga verða nefndar. Síðan verða þær hagfræðikenningar sem snerta viðfangsefnið skoðaðar og þeim gerð skil. Ágæti íslenska kerfisins verður metið. Í grunninn er vandinn sá að lífeyristekjur hækka ekki í takt við auknar tekjur á vinnumarkaði ásamt því sem skerðingar tekna af hálfu þess opinbera eru að verða meira íþyngjandi fyrir lífeyrisþega, bæði þá sem þiggja örorkulífeyri og þá sem þiggja ellilífeyri.

Samþykkt: 
  • 6.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40987


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð_JKÓ.pdf4.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
LOKAVERKEFNI.pdf363.43 kBLokaðurPDF