Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40990
In this thesis, we compare human language, as defined by Noam Chomsky in his biolinguistic account of language, with killer whale (Orcinus orca) vocalizations and what we call the orca vocalization and orca symbolic vocalization systems. We postulate hypothetical orca counterparts of the elements of language described in Chomsky’s account and trace out the relevant contingencies of such counterparts. We ask whether they might allow orcas to achieve what the faculty of language allows humans to achieve—such things as thinking, planning, interpreting and creativity—and whether an orca counterpart to the faculty of language in the narrow sense that Chomsky postulates, needs to rest upon a functionally recursive operator. Taking an ecological, evolutionary, developmental approach, we discuss the possible evolutionary and developmental trajectories of the species-specific orca expression of the type of cognitive system that makes abstract symbolic representations possible for an organism.
Í þessari ritgerð er mannlegt tungumál, eins og Noam Chomsky skilgreinir það í kenningu sinni um tungumálið sem lífrænt málkerfi (líkamleg eining sem reiknar með sérstökum hætti), borið saman við raddtjáningarkerfi og sér í lagi táknrænt raddtjáningarkerfi háhyrninga (Orcinus orca). Við gefum okkur þá tilgátu að háhyrningar búi yfir reiknieiningum hliðstæðum við þá frumþætti tungumálsins sem Chomsky eignar mannskepnunni, og rekjum afleiðingar þeirrar tilgátu. Við spyrjum hvort þessar lífrænu hliðstæður gætu hugsanlega gefið háhyrningum sambærilega möguleika og tungumálið veitir mönnum, eins og hæfileika til hugsunar, áætlanagerðar, túlkunar og sköpunargetu, og enn fremur hvort hinar meintu hliðstæður hjá háhyrningum þyrftu nauðsynlega að byggjast á ótakmörkuðu endurkvæmu reikniferli (líkt og mannlegt tungumál samkvæmt Chomsky) til þess að geta stutt slíka hæfileika. Þá er beitt vist-, þróunar- og þroskunarfræðilegum nálgunum til að skoða möguleg þróunar- og þroskaferli tegundarsértæks birtingarforms vitsmunagetu hjá háhyrningum af því tagi sem gerir lífverum kleift að hugsa, skilja og tjá sig með táknrænum hætti.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MSc Thesis.Katariina.PDF | 1,11 MB | Opinn | Master's Thesis, Meri Katariina Hynninen | Skoða/Opna |