is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40994

Titill: 
  • Fasteignamarkaður á Íslandi: Þróun síðustu ára og hvað koma skal.
  • Titill er á ensku Real estate market in Iceland: Developments of recent years and what is to come.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um fasteignamarkaðinn á Íslandi og þróun hans á síðustu árum. Að mestu leyti er fjallað um þá þróun sem hefur verið á síðastliðnum þremur til fjórum árum en einnig er stiklað á stóru um þróunina á markaðnum lengra aftur í tímann. Umræðan um fasteignamarkaðinn hefur verið hávær undanfarið. Þá er umræðan um verðhækkanir, sögulega lága vexti og framboðsskort á fasteignamarkaðnum búin að vera sérstaklega hávær. Í þessari ritgerð er gert grein fyrir þessum hlutum og ástæðum þeirra. Talað er um fasteignamarkaðinn í heild sinni, verðþróunina sem hefur verið á honum og orsakir þeirra verðhækkana sem hafa verið. Því er fjallað um framboð og eftirspurn á markaðnum, vaxtaumhverfið sem hefur ríkt á landinu undanfarið og greiðslubyrði fasteignalána út frá vaxtalækkunum. Umræðan um húsnæðisvanda og erfiði við að komast inn á markaðinn hefur verið mikil. Erfitt er fyrir ungt fólk að komast inn á markaðinn og hér er farið yfir ástæður sem geta legið þar á bakvið. Þá er talað um lausnir við þessum vanda. Síðast er farið yfir spár fyrir komandi tíma. Ljóst er að ekki er hægt að spá fyrir um hvað koma skal. En ljóst er að vextir munu fara hækkandi sem mun skila sér í hærri greiðslubyrði af lánum og í kjölfarið minni eftirspurn. Minni eftirspurn mun svo að öllum líkindum leiða til lægra fasteignaverðs á einhverjum tímapunkti en óljóst er hvenær sá tímapunktur verður. Það er því ekki vitað hvort að toppi fasteignaverðs sé náð og tíminn verður að leiða í ljós hversu svakalegt ástandið á fasteignamarkaði mun verða.

Samþykkt: 
  • 6.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40994


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-lokaskil-TelmaÓlafsd.pdf342.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
SkemmanYfirlýsing.pdf372.14 kBLokaðurYfirlýsingPDF