Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41007
Í þessari ritgerð verður skoðað hversu mikið af leikdagatekjum félög fengu á fjárhagsárinu 2020/2021 þegar engir áhorfendur máttu mæta á leiki í ensku úrvalsdeildinni vegna Covid-19 faraldursins. Síðan verður rýnt í tölur frá árinu 2019/2020 til þess að skoða mismuninn á leikdagatekjum þessara tveggja ára til þess að sjá hversu mikið af tekjum félögin misstu vegna faraldursins. Skoðað verður hagnað eða tap hjá hverju og einu félagi í ensku úrvalsdeildinni sem spilar í deildinni 2021/2022 á seinustu tveimur fjárhagsárum 2019/2020 og 2020/2021 eftir að faraldurinn byrjaði að hafa áhrif á félögin. Eftir að hafa skoðað helstu niðurstöður er ljóst að Covid-19 faraldurinn hefur haft áhrif á fjárhag liða í ensku úrvalsdeildinni varðandi leikdaga, sjónvarpssamninga og styrktaraðilatekjur. Einnig hefur faraldurinn haft áhrif á tekjur almennt og hagnað og tap félaganna. Leikdagatekjur voru mun minni hjá öllum þeim sautján félögum sem gáfu út tölur í ársreikningum sínum á fjárhagsárinu 2020/2021 heldur en 2019/2020. Tvö félög gáfu ekki upp leikdagatekjur og eitt félag hefur ekki skilað inn ársreikningi fyrir árið 2020/2021. Covid-19 hafði einnig þau áhrif að aðeins eitt félag sýndi fram á hagnað bæði fjárhagsárin 2019/2020 og 2020/2021 síðan að faraldurinn hófst. Þrettán félög sýndu fram á tap bæði fjárhagsárin eftir að faraldurinn hófst.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS lokaritgerð - Lokaskil.pdf | 1.21 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna - Þórarinn .pdf | 74.71 kB | Lokaður | Yfirlýsing |