Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41011
Öll félög á Aðallista íslensku Kauphallarinnar nýta sér þjónustu viðskiptavaka til að auka seljanleika bréfa sinna á markaði en fyrirkomulagið má einkum rekja til breytinga á reglum Kauphallar vegna vals á fyrirtækjum í Úrvalsvísitöluna árið 2004. Í því ljósi er áhugavert að leita staðfestingar á því að viðskiptavakt hafi áhrif á seljanleika hlutabréfa. Gerð var rannsókn tengd fréttum um breytingar á viðskiptavakt félaga frá ársbyrjun 2009 til mars loka 2021. Rýni á fréttum um breytingar á viðskiptavakt á tímabilinu leiddi í ljós 77 tilvik þar sem ástæða þótti til að rannsaka áhrif breytinga á seljanleika. Seljanleiki var mældur með ILLIQ mælikvarða Amihud‘s og var athugunartímabil almennt 90 dagar fyrir og eftir breytingu en þó stöku sinnum styttra, aðallega til að forðast skörun tilvika. Unnið var með dagslokagögn sem fengin voru frá Nasdaq OMX Kauphöllinni á Íslandi og var seljanleiki reiknaður út frá breytingu dagslokaverðs félags milli viðskiptadaga og veltu viðskiptadags. Gerð var leiðrétting á ILLIQ m.t.t. daga án viðskipta. Dagar með veltu undir 200 þús. kr. voru skilgreindir sem útlagar en jafnframt var seljanleiki við þau útlagamörk borinn saman við seljanleika þar sem dagar með veltu undir milljón krónum höfðu verið gerðir útlægir. Rannsóknin sýndi að í 68% tilvika var stefna breytingar á seljanleika í kjölfar breytingar á vakt rétt miðað við 200 þús. kr. útlagamörk og í 78% tilvika við millj. kr. útlagamörk. Það þýðir að aukin vakt leiddi almennt til meiri seljanleika og minni vakt til minni seljanleika. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að við upptöku vaktar eykst seljanleiki verulega og minnkar að sama skapi mikið þegar viðskiptavakt með bréf er hætt. Þar sem hægt var að mæla styrk breytinga var hann á pari eða vægt veikari/sterkari í 40% tilfella við 200 þús. kr. mörkin og í 68% tilfella við milljón kr. mörkin. Við mat á stefnu og styrk breytinga var fyrst og fremst miðað við breytingar í lágmarksfjárhæð tilboða en breytingar á öðrum breytum vaktar hafðar til hliðsjónar við túlkun.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Viðskiptavakt_seljanleiki.pdf | 4.06 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
ME_signed_Skemman_yfirlysing.pdf | 405.99 kB | Lokaður | Yfirlýsing |