Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/41018
Í þessari heimildaritgerð er verið að rýna í stöðu innflytjenda á íslenskum atvinnumarkaði. Það verður skoðað hvaða störf eru algengust meðal innflytjenda á Íslandi, hvar á Íslandi setjast innflytjendur helst að og hvaða rannsóknir hafa verið gerðar um innflytjendur sem koma til Íslands ásamt því að kanna réttindi þeirra á íslenskum atvinnumarkaði. Skoðað verður fordóma og mismunun sem innflytjendur þurfa að búa við á Íslandi sem og stöðu erlendra kvenna á Íslandi. Einnig verður skoðað atvinnuleysi og atvinnuþátttöku innflytjenda á Íslandi. Síðast verður rýnt í menntun og kjör innflytjenda og athugað hvort mismunað sé innflytjendum á grundvelli kjara sem og hvar launamismunurinn liggur. Rannsóknaspurningin er: Hver er staða innflytjenda á Íslenskum atvinnumarkaði? Niðurstöður ritgerðarinnar segja til um erfiða stöðu innflytjenda á Íslandi. Þrátt fyrir fjölmarga innflytjendur hér á landi þá er staða þeirra ekki allgóð. Innflytjendur þurfa margir hverjir að þola ýmsa fordóma og mismunun á atvinnumarkaði og í samfélaginu sjálfu. Staða innflytjenda á íslenskum atvinnumarkaði er erfið og eru flestir þeirra í láglaunastörfum og virðast vinna lengri vinnutíma og fleiri daga en innlendir. Erlendir á íslenskum atvinnumarkaði fá oft minna borgað en innlendir fyrir sín störf ásamt því að vera í áhættuhóp á að vera svindlað á sökum tungumálaerfiðleika og lítillar þekkingu á réttindum sínum.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
BS ritgerð - Ólöf María aðal.pdf | 435.05 kB | Open | Complete Text | View/Open | |
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.pdf | 232.85 kB | Locked | Declaration of Access |