is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41019

Titill: 
 • Starf myndlistarmannsins. Vinna eða köllun
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessu rannsóknarverkefni skoða ég starfsvettvang myndlistarmannsins nánar. Til þess er gerð eigindleg rannsókn og hálfopin viðtöl tekin við sjö myndlistarmenn á vinnustofum og/eða heimilum þeirra. Þeir eru spurðir út í ákveðna þætti sem snúa að því af hverju þeir völdu þetta starf og leitað er svara við rannsóknarspurningunni: Er starf myndlistarmannsins vinna eða köllun?
  Viðmælendur rannsóknarinnar eiga það sameiginlegt að hafa stundað myndlistarnám á Íslandi á tilteknu árabili og verið þátttakendur á íslenskum myndlistarvettvangi frá námi. Leitast er við að varpa ljósi á það umhverfi sem tók við að námi loknu og hvort þar var eitthvað sem togaði í viðmælendur til að leggja myndlist fyrir sig. Með því að skoða umhverfi myndlistar á tilteknu árabili út frá menntun, sýningarstöðum, fyrirmyndum og fjölmiðlum er verið að skoða hvort eitthvað eitt umfram annað hafi virkað hvetjandi og orðið þess valdandi að fýsilegt mátti telja að leggja myndlist fyrir sig.
  Samhliða rannsókninni eru lögð drög að hlaðvarpinu Listamannaspjall þar sem myndlistarmenn eru teknir tali á vinnustofu og/eða heimili þeirra um starfið. Gerðir voru þrír þættir með viðtölum við jafnmarga listamenn og eru þeir miðlunarleið verkefnisins.

 • Útdráttur er á ensku

  In my research I focus on the job of the visual artist. I use qualitative research methods and open interviews as I meet seven artists in their studios or at home, asking questions regarding how and why they chose to become artists and I seek answers to my research question: Is being an artist simply a job or is it a mission?
  The artists all studied in Iceland within a certain timeframe, and have been active in the Icelandic visual art field since then. I look at the environment that they moved into after their studies and if there was something in particular that encouraged them to pursue the arts. By examining different elements within the field when it comes to education, museums/galleries, inspiration and media I try to find out what influenced those artists and made it feasible to become artists.
  Alongside the research I worked on „The artist talk“ or Listamannaspjallið, a podcast where I talk to visual artists about their job, either at their studio or their home. I have made three podcast episodes, containing interviews with three artists, that are part of the method of communication for this task.

Samþykkt: 
 • 6.5.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/41019


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LESIÐ starfid_lokaverkefnid_2022-final.pdf533.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
dadi2.mp378.03 MBOpinnHljóðskrá - hlaðvarpMPEG AudioSkoða/Opna
Elva_final.mp345.03 MBOpinnHlljóðskrá - hlaðvarpMPEG AudioSkoða/Opna
Magdalena_final.mp363.4 MBOpinnHljóðaskrá - hlaðvarpMPEG AudioSkoða/Opna
Lokaverkefni.pdf269.34 kBLokaðurYfirlýsingPDF