is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41023

Titill: 
  • Kynjahlutföll meðal stærstu fyrirtækja Íslands. Stjórnarformenn, stjórn og forstjórar meðal 150 af 300 stærstu fyrirtækjum landsins.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Á Íslandi telst staða kynjajafnréttis góð, atvinnuþátttaka kvenna og menntunarstig er hátt. Þrátt fyrir þetta er aðgengi kvenna að æðstu stöðum og stjórnum takmarkað. Leiðbeinandi útvegaði lista yfir 150 af 300 stærstu fyrirtækjum Íslands og voru kynjahlutföll forstjóra, stjórnarformanns og stjórnarmeðlima innan fyrirtækjanna skoðuð. Staðan í skráðum og óskráðum fyrirtækjum var einnig borin saman. Kannað var hvor líklegra væri að forstjóri væri kona ef kona væri í stjórn. Auk þess var að skoðað hvort munur væri milli atvinnugreinanna sjávarútvegs, ferðaþjónustu og orkumála. Meðal þeirra upphaflegu 150 fyrirtækja var að lokum 141 fyrirtæki sem veitti fullnægjandi upplýsingar og myndaði lokaúrtakið sem unnið var með. Tölfræðileg úrvinnsla fór fram í Excel og SPSS. Kynjahlutföll voru skoðuð með uppsetningu í krosstöflu og kí-kvaðratpróf notað til að meta hvort munur væri á hlutfalli kynjanna. Fylgni milli breyta var metin með Phi fylgnistuðli. Niðurstöður sýndu að rúmlega 14% kvenna eru forstjórar, en í skráðum fyrirtækjum er engin kona forstjóri. Í rúmlega 11% tilvika eru konur stjórnarformenn, en engin kona í skráðum félögum. Hlutfall kvenna sem stjórnarmeðlimir er rúmlega 37% í öllu úrtakinu, en 44% í skráðum félögum. Þegar a.m.k. ein kona er í stjórn, þá eru meiri líkur á að kona sé forstjóri og eru tengslin marktæk, χ2(1,N=141) = 4,404;p=0,036). Í orkumálum er 50% stjórnarformanna konur og rúmlega 52% stjórnarmeðlima og er staðan best innan þess geira þegar atvinnugreinarnar eru bornar saman. Staðan er mun lakari í ferðaþjónustu en þar er engin kona stjórnarformaður og aðeins tæp 22% kvenna sitja í stjórn. Í sjávarútvegi eru rúmlega 11% stjórnarformenn og tæplega 35% sitja í stjórn. Staða kvenna sem forstjóra í þessum þremur greinum er nálægt því sem er í heildarúrtakinu. Mikilvægt er að stuðla að hærra hlutfalli kvenna almennt séð efst í skipulagsheildinni, þó sérstaklega í forstjórasæti.

Samþykkt: 
  • 6.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41023


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil Bs ritgerð þann 05.05.22.pdf831.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
PDF undirritað skjal Skemman.pdf138.91 kBLokaðurYfirlýsingPDF