is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41033

Titill: 
 • ,,Við erum félagsverur" Upplifun stjórnenda og starfsmanna í þjónustufyrirtækjum af starfsánægju í heimavinnu.
Námsstig: 
 • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Stjórnendur og starfsmenn stóðu frammi fyrir miklum breytingum í byrjun árs árið 2020
  þegar Covid-19 heimsfaraldurinn skall á heiminn. Fyrirtæki urðu að bregðast við og buðu
  mörg hver upp á heimavinnu og í kjölfarið hafa fyrirtæki boðið starfsmönnum að vera
  áfram í heimavinnu. Í rannsókninni var leitast eftir því að skoða upplifun og reynslu
  stjórnenda og starfsmanna á starfsánægju í heimavinnu. Markmiðið er að komast að
  kjarna þess hvaða þáttum þarf að huga að varðandi starfsánægju í heimavinnu.
  Rannsakandi vonaðist til að niðurstöður gæfu stjórnendum og starfsmönnum innsýn í
  hvaða þætti þyrfti að hafa í huga af starfsánægju í heimavinnu. Tekin voru ellefu viðtöl,
  við þrjá stjórnendur og átta starfsmenn sem vinna í þjónustufyrirtækjum. Viðtölin voru
  greind með fyrirbærafræðilegri nálgun, en hún er nálgun í eigindlegri aðferðafræði.
  Við greiningu gagna komu fram fjögur þemu: Vantar kaffispjallið, heiðarleg og
  persónuleg samskipti, sýnileiki og traust stjórnenda og breytingar í vinnuumhverfi á
  tímum Covid. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að viðmælendur söknuðu
  persónulegra samskipta, þeim fannst vanta kaffispjallið og félagslega þáttanna í
  heimavinnu. Stjórnandi verður að vera með góða yfirsýn og vera sýnilegur, ásamt því að
  veita skýra og góða upplýsingagjöf. Niðurstöður benda jafnframt á að góð samskipti og
  traust á milli stjórnenda og starfsmanna verða að vera góð því það getur haft mikil áhrif á
  starfsánægju starfsmanna á breytingartímum.
  Út frá greiningu viðtalana við viðmælendur rannsóknarinnar samkvæmt
  greiningaraðferð fyrirbærafræðinnar kom í ljós að kjarninn (e. essence) er: persónuleg
  samskipti.
  Lykilhugtök: Starfsánægja, samskipti, stjórnun og breytingar.

Samþykkt: 
 • 6.5.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/41033


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Við erum félagsverur - Meistararitgerð.pdf1.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Samþykki - skemman.pdf311.72 kBLokaðurYfirlýsingPDF