is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41042

Titill: 
  • Tæknirisar á fjármálamarkaði. Samkeppnisforskot og áhrif á fjármálamarkað
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Vöxtur tæknirisanna hefur gert þeim kleift að halda innreið sína inn á fjölda markaða sem eru alls ótengdir meginstarfsemi þeirra. Það hefur tekist vel hjá þeim og eru þeir allir með mikla markaðshlutdeild á mismunandi mörkuðum. Það er því tímabært að þeir haldi lengra inn á fjármálamarkað með veitingu fjármálaþjónustu s.s. með lánveitingum, eignastýringu og sölutrygginga.
    Innkoma tæknirisanna getur valdið töluverðum breytingum á innviðum fjármálamarkaðarins, ekki síst vegna notendahóps þeirra og yfirburða í upplýsingaöflun og tækninýjungum sem eru sífellt mikilvægari þættir í veitingu fjármálaþjónustu. Þessir kostir tæknirisanna geta, ásamt öðrum, gert þeim kleift að ná fljótt mikilli markaðshlutdeild með notendavænni vettvöngum en hefðbundin fjármálafyrirtæki. Þar að auki ættu þeir að geta náð meiri framlegð úr fjármálaþjónustu með því að nýta gögn og upplýsingar úr annarri starfsemi sinni.
    Hingað til hefur veiting fjármálaþjónustu tæknirisanna einkennst af samstarfi við aðila á fjármálamarkaði. Tæknirisarnir hafa hins vegar burði til þess að innhýsa alla fjármálastarfsemi og fara í beina samkeppni við fjármálafyrirtæki. Hefðbundin fjármálafyrirtæki munu eiga erfitt með að keppa við tæknirisanna nema einna helst á grundvelli trausts. Frekara samstarf tæknirisanna við fjármálafyrirtæki gæti þó reynst betri valkostur þar sem það gerir þeim kleift að fá tekjur af þjónustu án þess að taka umtalsverða áhættu sjálfir.
    Tæknirisarnir hafa þegar sætt gagnrýni vegna samkeppnisstöðu þeirra og breidd þjónustu. Líklegt er því að þeir fari ekki í beina samkeppni við fjármálafyrirtæki heldur muni þeir þróa enn frekar og auka samstarf sitt við fjármálafyrirtæki.

Samþykkt: 
  • 6.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41042


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
279547032_2242781319218384_4529845139635074463_n.jpg159,75 kBLokaðurYfirlýsingJPG
BS - Lokaritgerð Fannar.pdf656,32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna