is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41043

Titill: 
 • Reglur um eigið fé fjármálafyrirtækja. Uppruni reglna og sérstök skoðun á viðbótar eigin fé þáttar 1
 • Titill er á ensku Regulations on the equity of financial institutions. Origin of the regulations with review on Common Equity Tier 1 (CET1)
Námsstig: 
 • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er, líkt og yfirskrift hennar ber með sér fjallað um þær reglur sem gilda um eigið fé fjármálafyrirtækja. Umfjöllun þessi tekur sérstaklega til uppruna reglna og sérstakrar skoðunar á viðbótar eigin fjár þætti 1 skv. lög um fjármálafyrirtæki.
  Reglur um eigið fé fjármálafyrirtækja hafa mikið að segja fyrir samfélagið allt. Það er alþekkt að sveiflur verða á fjármálamörkuðum með einhverju millibili og flestir núlifandi sjálfráða Íslendingar muna eftir því fjármálahruni sem varð í hér á Íslandi á árinu 2008 og reyndar víða um heim.
  Þar sem fjármálafyrirtæki spila mikilvægan þátt í lífi fólks í dag, er algjörlega nauðsynlegt að það ríki traust um starfsemi fjármálamarkaða. Samfélag þarf að geta treyst því að fjármunir þess séu vel geymdir og öruggir.
  Hvað markmið reglna um eigið fé fjármálafyrirtækja varðar eru þau í stuttu máli að auka vörn gegn tapi, vernda hagsmuni kröfuhafa bankans, minnka áhættusækni fjármálafyrirtækja, tryggja gæði eigin fjár og neyða fjármálafyrirtæki til aðgerða í þeim tilvikum sem slíkt er þarft.
  Er það mat höfundar að reglurnar séu til þess fallnar að vinna í átt að öllum þeim markmiðum sem að framan hafa verið talin. Þannig er umfang eigin fjár aukið með heimildum til fjármögnunar hluta sjóðsins með lántöku, hagsmunir kröfuhafa fjármálafyrirtækja eru verndaðir með eigin fjár þætti 2, gæði eigin fjár eru tryggð með ströngum skilyrðum sem lögð eru á fjármagnsgerninga sem telja skal sem eigið fé auk þess að ákveðnir þættir sem myndu teljast „veikir eiginfjárliðir“ eru dregnir frá.
  Það er áhugavert að sjá með hvaða hætti regluverkið nær fram nýtingu á úrræðum, sem þar er að finna með skilvirkri beitingu hvata. Það er þannig til dæmis gert fjárhagslega hagkvæmt fyrir rekstur fjármálafyrirtækja að nýta sér hvern hluta eiginfjárgrunns. Það er gert með útfærslu regluverks sem gerir kleift að fjármagna eiginfjárgrunn að hluta með lántökum og er þá heimilt að draga vaxtagjöld slíkra lána frá rekstrarkostnaði. Þá er eiginfjárgrunninum skipt upp í mismunandi útfærslur, með það í huga að taka á misjöfnum aðstæðum og vandamálum sem rekstrarörðugleikar geta valdið.
  Að sjálfsögðu er aldrei hægt að sjá fyrir þróun fjármagnsmarkaða og tryggja stöðugleika fjármálamarkaðar og fjármálafyrirtækja til eilífðarnóns, en reglur þessar eru í sífelldri endurskoðun til að mæta nýjum veruleika morgundagsins.

Samþykkt: 
 • 6.5.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/41043


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
EiginfjarreglurFjarmalafyrirtaekja-GAJ.pdf735.93 kBLokaður til...01.01.2032HeildartextiPDF
Guðjón Andri Jónsson - yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.pdf269.73 kBLokaðurYfirlýsingPDF