is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41046

Titill: 
  • „Þetta er endalaus vegferð“: Upplifun stjórnenda af þekkingarstjórnun í síbreytilegu umhverfi
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Miklar breytingar hafa átt sér stað á vinnumarkaði með fjórðu iðnbyltingunni á nýliðnum árum og ein af áskorunum skipulagsheilda framtíðarinnar verður að halda uppi farsælli þekkingarstjórnun þar sem þekkingarverðmætin eru vel skilgreind. Rannsóknir á þekkingarstjórnun hafa á síðustu árum horft til fleiri þátta í skipulagsheildum eins og upplýsingatækni, mannauðsmála og skipulags því það hafur sýnt sig að enginn einn þáttur ræður um hvort skipulagsheild lifi af í samkeppninni, það þarf fleira til. Eigindleg rannsóknaraðferð var notuð til þess að taka viðtöl við sex viðmælendur sem höfðu yfirgipsmikla reynslu af stjórnun. Þeir gátu því gefið djúpa innsýn í störf og áskoranir stjórnenda. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að stjórnendur upplifi alls kyns áskoranir í störfum sínum, bæði úr umhverfi skipulagsheildanna eins og skipulagi og því lagaumhverfi sem þær búa við auk þess hraða sem einkennir umhverfi þeirra og kallar á miklar breytingar. Í annan stað er ljósa þekkingin sú tegund þekkingar sem stjórnendurnir þekkja best til í formi ferlavinnu og skjalastjórnunar. Þá er átakanlegt hvernig þættir eins og krefjandi starfsmannamál sem birtast meðal annars í eitruðum viðhorfum og takmarkaðri getu til samvinnu í gegnum slælega samskiptahæfni geti lagt heilu vinnustaðina að velli, a.m.k. ef ekkert er að gert.
    Þess vegna má álykta sem svo að í skipulagsheildum þurfi að taka tillit til margvíslegra þátta þegar farsæl þekkingarstjórnun er hluti af hinni endalausu vegferð sem stjórnendur leiða. Það þarf bæði að huga að því að skilgreina vel þau þekkingarverðmæti sem liggja inni í skipulagsheildinni en einnig að gæta þess að vel sé hlúð að mannauðnum og hann sé hvattur til þess að skapa, dreifa og hagnýta þekkinguna til nýsköpunar.

Samþykkt: 
  • 6.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41046


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristín Rut Einarsdóttir - Þetta er bara endalaus vegferð (1).pdf937.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing vegna lokaverkefnis.pdf69.89 kBLokaðurYfirlýsingPDF