is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41049

Titill: 
  • Að skapa sér vettvang með óstarfstengt nám. Upplifun og reynsla brautskráðra þjóðfræðinga.
  • Titill er á ensku Carving out a career with an education that isn´t job-specific. The perception and experience of graduated ethnologists.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar sem hér er lýst var að fá innsýn í reynslu og upplifun þjóðfræðinga af því að útskrifast úr háskóla með gráðu úr óstarfstengdu námi. Þá var skoðað hvernig áhugi, starfsánægja og aðlögun í starfi birtist í orðum þátttakenda í rannsókninni. Tekin voru hálf-opin viðtöl við sjö einstaklinga sem allir eiga það sameiginlegt að hafa lokið prófgráðu í þjóðfræði. Helstu niðurstöður eru þær að áhugi á fræðunum kemur yfirleitt snemma fram og stýrir vali þeirra á námi. Áhuginn leiðir viðmælendur áfram og kemur meðal annars fram í áhugamálum í æsku og viðvarandi áhuga á menningu liðinna tíma eða „því gamla“ líkt og þátttakendur komast gjarnan að orði. Þó að áhugi væri vissulega fyrir hendi var það á ákveðinn hátt tilviljun í tilviki nokkurra þátttakenda að þeir hófu nám í þjóðfræði. Þrátt fyrir að ferli ákvörðunartöku hafi í mörgum tilvikum verð stutt þá líta sumir viðmælenda svo á að þau hafi verið allt lífið að undirbúa sig og var sú ákvörðun í huga þeirra auðveld. Yfirleitt eru viðmælendur ánægð með þá ákvörðun sína að hafa numið þjóðfræði. Einn viðmælandi breytti þó um stefnu, að loknu grunnnámi í þjóðfræði færði hann sig yfir í nám með sterkari tengsl við starfsvettvang með starfsöryggi í huga. Aðrir viðmælendur vinna fjölbreytt störf á sviði þjóðfræða og telja sig yfirleitt ánægða í starfi. Allir þátttakendur hafa bætt við sig auknu námi á háskólastigi og þar var áhugi á faginu yfirsterkari óttanum við að búa við takmarkað starfsöryggi eftir nám í tilviki meirihluta. Þannig ruddi áhugi hugrænum hindrunum úr vegi. Aðlögunarhæfni viðmælenda á starfsferli birtist með fjölbreyttum hætti. Ferli umhugsunar var knappt og endurspeglaði ekki mikla ígrundun. Stjórnun á starfsferli var árangursrík. Forvitni er viðmælendum í blóð borin og samræmist vel gildum þjóðfræða. Sjálfstraust endurspeglaðist yfirleitt vel í orðum flestra, með einni undantekningu þó þegar kom að frekari sérhæfingu innan þjóðfræða. Þá breytti viðkomandi um námsleið og sýndi þar gott sjálfstraust. Samvinna kom iðulega skýrt fram í máli viðmælenda sem lýstu henni á jákvæðan hátt. Skýr samfélagsvitund þeirra samrýmist einnig gildum þjóðfræða og hafa viðmælendur tileinkað sér hana með árangursríkum hætti. Kenning um aðlögunarhæfni á náms- og starfsferli birtist með skýrum og jákvæðum hætti í orðum þeirra og reynslu.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of the study described here was to gain insight into the perceptions and experiences of ethnologists of graduating from a university with a degree that is not job-specific. The results emphasizes on how interest, career satisfaction and career adaptability was expressed in the words of participants in the study. Semi-open interviews were conducted with seven individuals, all of whom have a degree in ethnology. The main findings are that interest in the subject usually emerges early in life and controls their choice of studies. This interest is a guiding influence for the participants which is reflected in childhood hobbies and sustained interest in past cultures or „the old“ as participants often put it. While there was indeed interest in the subject, it was in a certain way coincidental for several participants that they began studying ethnology. Although the decision-making process was short in many cases, some of the interviewees consider that they have spent their entire lives preparing for the subject, and that the decision was, in their view, an easy one. Interviewees are all usually satisfied with their decision to have studied ethnology. One interviewee, however, changed course after completing his undergraduate studies in ethnology and went on to study a more job-specific subject with career security in mind. Other interviewees work a wide range of jobs in the field of ethnology and usually feel content at work. All participants have continued their university education after finishing their bachelor´s degree and for majority of participants interest in the subject was stronger than the fear of living with limited job security after their studies. Thus, enthusiasm overcame mental barriers. The adaptability of the participants in their careers manifested in a variety of ways. The decision making process was short and did not include a long reflection time. Career management was effective. Curiosity is ingrained into the participants and closely aligns with the values of ethnology. Confidence shone through the words of most participants, with one exception when it came to further specialization within ethnology. Then that participant changed their field of study which also showed good self-confidence. Co-operation was often clearly expressed in the case of participants who described it in a positive way. Their clear social awareness is also compatible with the values of ethnology, and the participants have successfully adopted this value. The theory of adaptability in an educational and vocational career is clearly and positively expressed in their words and experiences.

Samþykkt: 
  • 6.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41049


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Margrét_Sigvaldadóttir_MA_RITGERÐ.pdf582,56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
LOKAVERKEFNI-Yfirlýsing.pdf340,38 kBLokaðurYfirlýsingPDF