is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41065

Titill: 
  • Er ég komin(n) heim?: Sjálfsmyndir og málbakgrunnar íslenskra þriðju menningar barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Búferlaflutningar hafa leikið stórt hlutverk í framvindu og þróun mannkynssögunnar. Í nútímaheimi sem er sífellt að þróa og styrkja samtengda og alþjóðavædda náttúru sína eru línurnar milli landa, þjóðaruppruna, þjóðerna og sjálfsmynda sem eru tengdar þeim alltaf að verða ógreinilegri. Á meðan fólk flyst milli landa og ferðast sífellt meira tekur það upp fjölbreytta menningarlega eiginleika og blandar þeim saman í líf sitt í sívaxandi mæli. Einn samfélagshópur sem sýnir þetta skýrt eru svokölluð þriðju menningar börn, þ.e. fólk sem hefur alist upp við mismunandi menningar eða milli mismunandi menningarsvæða í heimilishaldi, uppeldi eða vegna búferlaflutninga. Þau hafa venjulega eytt löngum tímabilum æskunnar sinnar eða mótandi ára sinna utan heimalands síns eða foreldra sinna. Þau flytja oft milli borga, fylkja eða landa. Þriðju menningar börn hefur oftast heimsborgaralega og alþjóðlega sjálfsmynd sem endurspeglar lífsreynslu þeirra milli landa og menninga en einnig menningarlegar fjarvíddarmyndir og menningarlegt hugarfar sem þau hafa þróað vegna þess að þau hafa eytt miklum tíma kringum fólk af álíka margbreytilegum bakgrunni, til dæmis í alþjóðlegum skólum eða innflytjendasamfélögum. Slík reynsla getur verið bæði auðgandi en hefur þó í för með sér ýmsar áskorunar. Þrátt fyrir það að Ísland sé oftast séð sem ákaflega afskekkt og einsleit ríki eru til Íslendingar af margbreytilegum uppruna, og sjálfsmynd þeirra og reynsla skora á þetta viðhorf í sívaxandi mæli. Dæmi um slíka þróun eru sögur Íslendinga sem hafa flutt úr landi, innflytjendasamfélög á Íslandi í dag og reynsla íslenskra þriðju menningar barna. Í þessari ritgerð er leitast við að skoða málbakgrunn og menningarlega sjálfsmynd íslenskra þriðju menningar barna sem eru annaðhvort fædd á Íslandi en ólust upp eða bjuggu lengi í útlöndum á mótandi árum, eða eru fædd og uppalin í útlöndum en eiga að minnsta kosti eitt íslenskt foreldri, og sem fluttu að lokum aftur til landsins. Þetta verður gert með því að skilgreina þriðju menningar börn og fjalla um þá reynslu sem einkennir samfélag þeirra, og að taka persónuleg viðtöl við íslensk þriðju menningar börn til þess að skoða þá fjölbreytni, sjálfsmynd og lífsreynslu sem hafa mótað þau. Markmiðið er að komast að lokum að samspili málbakgrunns og tilfinninga í garð hinna ýmissu tungumála sem þau kunna annarsvegar, og hinsvegar menningarlegrar sjálfsmyndar þeirra bæði í uppeldi og lífi á fullorðinsaldri.

  • Útdráttur er á ensku

    Migration has played a key role throughout human history, and in our ever-more interconnected and globalized world, the lines between countries, ethnicities, nationalities, and the identities attached to them grow progressively blurred. As people move, emigrate, and travel around the world to unprecedented extents, they in turn take on cultural elements from their lived experiences in different cultural environments and incorporate them into their lives. One demographic which effectively encapsulates this growing intersection in the world is that of third culture kids (TCKs), individuals who grow up with two or more cultures or countries in their upbringing, household, or migration experiences. TCKs tend to spend long periods of their youth or formative years growing up outside their or their parents’ country of birth, moving between cities, provinces, or countries multiple times. They often have cosmopolitan or international identities reflecting their lived experiences as well as cultural perspectives and mindsets gained by spending time around people of similarly diverse backgrounds, often in international schools or immigrant communities. Such experiences and the mixed identities they typically generate can be both immensely enriching and present vast challenges.Though Iceland is usually perceived as an insular, homogenous nation on the whole, Icelanders of diverse backgrounds, identities, and experiences both contemporary and historical are increasingly challenging this notion. Examples include histories of emigration from Iceland, contemporary immigrant communities in Iceland, and experiences of Icelandic TCKs. This thesis seeks to examine the significance of the Icelandic language and cultural identity for TCKs born in Iceland or abroad to at least one Icelandic parent who lived or grew up abroad for a significant portion of their formative years and subsequently moved back to Iceland. This will be accomplished by establishing the general definition of TCKs and shared experiences common throughout the community, conducting personal interviews with Icelandic TCKs to examine their individual intricacies, identities, and lived experiences, and analysing the significance of language background and cultural identity in both their upbringing and adult lives.

Samþykkt: 
  • 6.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41065


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
IMG_20220503_154600.jpg298.33 kBLokaðurYfirlýsingJPG
Nicholas Borbely b.a. ritgerð leiðrétt.pdf284.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna