Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41087
Í þessari ritgerð er fjallað um sjúkdóma og áverka í mannabeinasafninu frá Skriðuklaustri í Fljótsdal. Skriðuklaustur var kaþólskt klaustur starfrækt á árunum 1493-1554. Við fornleifarannsókn kom í ljós að þar var rekinn spítali fyrir almenning og í kirkjugarðinum var fjöldi fólks sem þjáðist af fjölbreyttum heilsufarsvandamálum jarðaður.
Ritgerðinni er ætlað að sýna fram á kosti beinaævisögulegrar nálgunar sem viðbót við fornmeinafræðilega umfjöllun. Niðurstöður uppgraftar og fornmeinafræðilegra greininga eru teknar saman og kynntar og tilraun gerð til þess að byggja beinaævisögulega umfjöllun á þeim með það að markmiði að öðlast innsýn inn í upplifun og umhverfi sjúklinga á Skriðuklaustri. Nálguninni er venjulega beitt á einstaklinga en hér er henni beitt á hópa til að kanna hver munurinn var á áhrifum mismunandi sjúkdóma á líf fólks.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing.jpg | 2,75 MB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG | |
Endastöð_ÞóraMargrétHallgrímsdóttir.pdf | 1,05 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |