is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41093

Titill: 
  • Einhver kúreki snaraði hvern kálf. Um tvíræð merkingarsvið magnliða í íslensku.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lögð fram til BA-prófs í almennum málvísindum við Háskóla Íslands. Umfjöllunarefni hennar er merkingarsvið magnliða í íslensku. Merkingarsvið magnliða hefur ekki verið kannað í íslensku áður en það er tvírætt að einhverju leyti í þeim tungumálum sem hafa verið könnuð. Þessi ritgerð fjallar um niðurstöður tveggja ólíkra kannana á tvíræðni merkingarsviða í íslensku.
    Niðurstöður úr aðalkönnun benda til að merkingarsvið magnliða í íslensku sé tvírætt í þeim dæmum þar sem tveir magnliðir koma fyrir. Merking þar sem frumlag hefur víðara svið en andlag (svonefnt yfirborðssvið) var valið í um 80% tilvika og merking þar sem andlag hefur víðara svið en frumlag (svokallað umraðað svið) í um 20% í E-H setningum (einhver reyndur klifrari kleif hvern vegg). Þó var umraðað svið algengara (valið í 27% tilvika) í H-E setningum (hver reyndur klifrari kleif einhvern vegg). Niðurstöður úr smákönnun þar sem áhrif samhengis á túlkun merkingarsviða voru könnuð voru þær að samhengi hefur áhrif á túlkun merkingarsviða í íslensku. Samhengi breytti túlkun í um helming tilvika og var líklegra til að hafa áhrif ef umraðað svið var valið í setningum án samhengis heldur en þegar yfirborðssvið var valið þegar setningin birtist án samhengis. Einnig var umraðað svið valið í um helming tilvika þegar setningin birtist í samhengi en 20-27% tilvika þegar hún birtist án samhengis. Niðurstöður eru sambærilegar við niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið í öðrum tungumálum.

Samþykkt: 
  • 9.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41093


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Sara-Loka.pdf508.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Sara-yfirlysing.pdf361.09 kBLokaðurYfirlýsingPDF