is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41094

Titill: 
  • Áttaviti peningastefnu: Veltuhraði, áhrifaþættir hans og hlutverk í stefnumótun á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hugmyndir hagfræðinga um veltuhraða peninga, hvers eðlis hann er, hvaða áhrifaþættir liggja að baki breytingum á honum og hvað hann þýðir í samhengi stefnumótunar hafa tekið breytingum með tímanum. Þá sáu hagfræðingar vísbendingar um að veltuhraði hefði neikvæða leitni með tímanum og hafa hagfræðingar reynt að spá fyrir um gildi hans. Þegar litið er á þróun veltuhraða í ýmsum löndum virðist hann án undantekninga hafa U-laga form. Bordo og Jonung settu fram tilgátu sem nefnd hefur verið stofnanatilgátan og gerir ráð fyrir áhrifum breytinga í stofnanaumhverfi fjármálamarkaða á veltuhraða. Niðurstöður rannsókna þeirra sýna því merki um að tilgátan standist. Lækkun veltuhraða sé vegna aukinnar peningavæðingar og hækkun vegna fjármálalegrar þróunar og aukins stöðugleika.
    Veltuhraði hefur hækkað og lækkað á Íslandi á tímabilinu 1995-2021 og er í einhverjum skilningi U-laga. Hann virðist samt sem áður hafa neikvæða leitni með tímanum. Fyrir hrun þá lækkaði hann en eftir hrun hækkaði hann en náði þó ekki sömu hæðum og áður. Í kjölfar Covid-19 lækkaði hann. Markmið þessarar greiningar er að skýra breytingar í veltuhraða á Íslandi árin 1995-2021. Niðurstöður greiningar benda til þess að fylgni stýrivaxta og veltuhraða sé jákvæð og fylgni útlánamagns viðskiptabankanna og veltuhraða sé einnig jákvæð. Niðurstöður benda einnig til að fylgni kreditkortaveltu sem hlutfall af landsframleiðslu sé neikvæð sem þýðir að þróun í greiðslumiðlun frá reiðufé til kreditkorta sé ekki nógu mikil til þess að það hafi í för með sér hækkun á veltuhraða. Loks hefur áhættuálag ríkissjóðs neikvæða fylgni við veltuhraða. Áhættuálagið var 0% á árunum fyrir hrun þegar lánshæfiseinkunn ríkissjóðs var Aaa, en álagið hækkað í hruninu og hefur síðan þá lækkað aftur.
    Áhugavert er að skoða veltuhraða í samhengi við peningastefnu og nota mætti hann sem einskonar áttavita peningastefnu. Stærðin gefur vísbendingar um hvaða áhrif peningaprentun hefur á landsframleiðslu og hvernig fólk og fyrirtæki bregðast við umgjörð peningamála.

Samþykkt: 
  • 9.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41094


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HannaGudrun-Lokaskil.pdf1.24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing.pdf784.17 kBLokaðurYfirlýsingPDF