is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/411

Titill: 
  • Hefur tónlistariðkun og tónlistaráhugi áhrif á einkunnir nemenda? : niðurstöður athugunar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um niðurstöður athugunar á tónlistariðkun og áhrifa hennar á einkunnir nemenda í 8. bekk í Garðaskóla. Einnig er fjallað um niðurstöður athugunarinnar á áhuga nemendanna á tónlist. Athugunin var gerð árið 2006. Gerð var spurningalistakönnun með 30 spurningum tengdum tónlistariðkun og áhuga á tónlist. Síðan var unnið úr niðurstöðum spurningalistanna sem 64 nemendur úr 8. bekk í Garðaskóla svöruðu.
    Helstu niðurstöður athugunarinnar eru að flestir nemendur í 8. bekk í Garðaskóla hafa mikinn áhuga á tónlist og margir hafa stundað tónlistarnám utan skóla. Einnig kemur fram að lítil fylgni er á milli áhuga á tónlist, hlustunar og þess að sækja tónleika og lesa tónlistartímarit ásamt því að hafa stundað tónlistarnám áður en komið var upp í 8. bekk. Það er fylgni á milli stærðfræðieinkunnar og þess að leggja stund á tónlistarnám en nánast engin fylgni er á milli einkunnar í íslensku og þess að leggja stund á tónlistarnám.

Samþykkt: 
  • 16.8.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/411


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildarskjal.pdf346.39 kBOpinnHeildarskjalPDFSkoða/Opna