is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41102

Titill: 
  • Að nýta snjalltækni í tungumálakennslu : Fjölbreytt smáforrit og vefsíður sem nýtast í kennslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed. prófs við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viðfangsefni ritgerðarinnar er nýting á tækni í tungumálakennslu. Ritgerðin fjallar um upplýsinga- og miðlalæsi, kennsluaðferðir sem hægt er að nota ef tæknin er nýtt, hverjir kostir snjalltækninnar eru og hvaða snjallforrit og vefsíður hægt er að nýta til enskukennslu. Farið verður í hugtök innan upplýsingatækninnar og skoðað hvaða áhrif það hefur á nám nemenda. Að lokum verður farið ítarlega í að skoða snjallforrit og vefsíður og kynnt hvernig þau virka og nýtast innan kennslustofunnar. Rannsóknarspurningin sem höfð var að leiðarljósi var eftirfarandi: Hvernig er hægt að nýta tækni á mismunandi vegu í tungumálakennslu og hefur það jákvæð áhrif á námsáhuga nemenda? Rannsóknir hafa sýnt að viðhorf nemenda til námsins var almennt jákvætt og hafði tæknin góð áhrif á námsframvindu. Kennurum þótti þeim þó gefinn lítill stuðningur til að nýta tæknina til fulls þar sem úreltur tæknibúnaður var aðeins í boði fyrir skólastofurnar. Þörf er á auknum stuðningi frá stjórnendum og upplýsingatæknikennslu frá fagaðilum til að hægt sé að gefa nemendum fullnægjandi námsreynslu.

Samþykkt: 
  • 9.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41102


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Ed.verkefni-Gabriela.pdf939.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing.pdf169 kBLokaðurYfirlýsingPDF