is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41104

Titill: 
  • Að vera móðir og manneskja: Greining á smásögum Svövu Jakobsdóttur með hliðsjón af íslenskri kvennabaráttu og kenningum um húsmóðurhlutverkið
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lögð fram til BA-prófs í íslensku við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Umfjöllunarefni hennar eru valdar smásögur úr smásagnasafninu Veizla undir grjótvegg (1967) eftir Svövu Jakobsdóttur. Smásögurnar sem um ræðir eru „Krabbadýr, brúðkaup, andlát“ og „Saga handa börnum“ en báðar eru þær furðusögur sem fjalla um stöðu konunnar í hjónabandi og innan veggja heimilisins. Í ritgerðinni eru sögurnar skoðaðar með hliðsjón af íslenskri kvennabaráttu og kenningum um húsmóðurhlutverkið til þess að draga fram hvernig þær endurspegla veruleika kvenna á ritunartíma sínum. Fyrst er fræðilegum forsendum ritgerðarinnar gerð skil í tveimur köflum þar sem rætt er um íslenska kvennabaráttu annars vegar og húsmóðurhlutverkið hins vegar en í kjölfarið tekur við greining á smásögum Svövu. Í fræðilegum kafla um kvennabaráttu á Íslandi er gerð grein fyrir fyrstu tveimur bylgjum femínismans hér á landi en megináhersla er þó lögð á þá seinni þar sem skrif Svövu eru samofin henni. Fjallað er um þau baráttumál sem tekin voru fyrir í hvorri bylgju fyrir sig og rætt um ýmsar baráttukonur sem áttu þátt í að stuðla að mikilvægum breytingum konum í hag. Í fræðilegri umfjöllun um húsmóðurhlutverkið er sótt í skrif Virginiu Woolf, Helgu Kress og Betty Friedan til þess að útlista hvað felst í því starfi og hvaða áhrif slík vinna getur haft á líf kvenna sem því sinna. Meðal annars er bent á að húsmóðurhlutverkið er fremur einhæft og einkennist jafnan af stöðugum og endurteknum verkahring húsverka og uppeldi barna. Í stuttum forleik að greiningu smásagnanna er fjallað um þá frásagnaraðferð sem Svava kaus að nota í skáldskap sínum til þess að gagnrýna húsmóðurhlutverkið og stöðu konunnar. Greiningin á smásögunum í kjölfarið varpar ljósi á veruleika kvenna og hvaða áhrif samfélagsmótaðar hugmyndir um stöðu kynjanna geta haft á líf þeirra. Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að frásagnaraðferð Svövu; sem markast meðal annars af notkun fantasíu, hrollvekju og táknum; veldur óhug en sýnir jafnframt fram á ójafnréttið sem konur hafa orðið fyrir í samfélaginu vegna kyns síns.

Samþykkt: 
  • 9.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41104


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_ritgerd.ingunn_erla.PDF365.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing_skemman_ingunn.pdf1.99 MBLokaðurYfirlýsingPDF