Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41105
Karoshi er Japanskt hugtak sem þýðir dauði af yfirvinnu sem er töluvert vandamál í Japanönsku samfélagi. Það er vel þekkt að Japanir vinna mikið og þegar fólk byrjaði að hrynja niður dautt, leiddu rannsóknir í ljós að magnið af vinnutímum var ástæðan. Þetta neyddi Japönsku ríkisstjórnina til að búa til lög og reglugerðir til þess að lækka vinnu tíma. Árlegir meðalvinnutímar hafa lækkað um 671 klukkustund síðan árið 1970, það eru hinsvegar enn rúmlega 12,3 milljónir sem vinna 49 eða fleiri klukkustundir og stór hluti af þeim eru í karoshi hættu. Stærstu breytingar á vinnulögum í rúm 70 ár hafa nýlega tekið gildi. Þessi nýju lög setja meðal annars lögleg 100 klukkustunda mörk á yfirvinnu á mánuði. Merkilegt er þó að það eru 20 klukkustundum yfir því sem heilbrigðis-og velferðarráðuneyti Japans telur vera mörkin á karoshi hættu sem eru 80 klukkutímar af yfirvinnu á mánuði. Þassar brytingar á lögum taka hinsvegar ekki fullt gildi fyrr en árið 2024. Þannig er erfitt að segja hvort þessar breytingar á lögum hafa einhver áhrif á vinnutíma.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Death from overwork current state of karoshi in Japan.pdf | 572.98 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlýsing.pdf | 474.44 kB | Lokaður | Yfirlýsing |