is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41112

Titill: 
  • Eitt tjákn segir meira en þúsund orð: Um merkingu tjákna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um merkingu tjákna með aðferðum málvísinda. Leitast verður við að svara þeirri spurningu hvort fólk leggur mismunandi merkingu í tjákn og ef svo er, af hverju það stafar. Hér verður einnig fjallað um það hvaðan merking tjákna kemur og verður þar m.a. stuðst við morfemgreiningu. Niðurstöður benda til þess að merking einstakra tjákna sé ekki alltaf í samræmi við útlit þeirra, því tjákn sem líta út fyrir að vera jákvæð geta fengið neikvæða túlkun en ekki öfugt. Einnig benda þessar niðurstöður sterklega til þess að málhafar noti jákvæð tjákn þegar þeir eru að miðla óbeinum merkingum á borð við kaldhæðni og lúmskri árásargirni. Þetta getur m.a. stafað af því að við viljum vera kurteis því við búum í samfélagi þar sem við viljum vera vel liðin og reynum ávallt að miðla jákvæðum skilaboðum. Einnig er ljóst að hægt er að greina tjákn í smærri einingar rétt eins og orð eru greind í morfem. Greining tjákna í smærri einingar getur hjálpað okkur að skilja merkingu einstakra tjákna betur, þar sem augu og munnur gegna lykilhlutverki, en ljóst er að augu og munnsvipur hafa ákveðna merkingu eða hlutverk.
    Könnunin fór fram í gegnum Google Forms og henni var dreift á samfélagsmiðlunum Facebook, Instagram og Snapchat. Einblínt var á þá einstaklinga sem sögðust nota tjákn mikið og voru í aldurshópnum 18−29 ára. Í könnuninni voru 13 spurningar lagðar fyrir og þar af snérust 10 spurningar um tjákn. Niðurstöður sýna mikinn fjölbreytileika og sérstaklega fyrir eftirfarandi tjákn: venjulegur broskarl ��, blikkkarl ��, broskarl á hvolfi �� og þumalputti upp ��. Hins vegar geta einstakar merkingar verið nátengdar einu tjákni. Sem dæmi er grenjukarlinn �� álitinn tilheyra tilfinningunni sorg.

Samþykkt: 
  • 9.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41112


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing.jpg87.29 kBLokaðurYfirlýsingJPG
Veronika-BA-tjákn-Nýtt.pdf579.23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna