is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41114

Titill: 
  • Þvingun og sannfæring: Drög að kenningu um borgaralega óhlýðni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Við lifum á órólegum tímum. Það er óhætt að segja að síðasti áratugur (2010-2020) hafi einkennst af gríðarlegu pólitísku umróti um allan heim. Í kjölfar þess hefur bæði almenn og fræðileg umræða um andóf aukist til muna. Ein afleiðing þeirrar umræðu hefur verið aukinn áhugi stjórnmálaheimspekinga á borgaralegri óhlýðni og í dag má greina þvílíka grósku í rökræðum um viðfangsefnið. Þá hafa margir hugsuðir sett fram ólíkan skilning á borgaralegri óhlýðni og lítið sammæli ríkir um hvað hún felur í sér. Í þessari ritgerð er ætlunin að grípa inn í þessar rökræður. Drög eru lögð að kenningu um borgaralega óhlýðni með sérstaka áherslu á hvað sé hið borgaralega í borgaralegri óhlýðni. Þá er rauður þráður ritgerðarinnar umfjöllun um hugtakið borgarasæmd og hvaða merkingu það hugtak hefur í samhengi lögbrjótandi andófsaðgerða. Gagnrýninn samanburður er gerður á kenningum John Rawls og Robin Celikates. Þessar kenningar eru að mörgu leiti öndverðu meiði. Ég sameina samt sem áður ákveðna þætti úr báðum kenningum til þess að setja fram eigin skilning á borgaralegri óhlýðni. Ég nýti hugmynd Celikates um borgarasæmd til þess að endurtúlka skilyrði borgaralegrar óhlýðni í kenningu Rawls. Afurð þessarar endurtúlkunar eru drög að kenningu um borgaralega óhlýðni sem ég nefni einbera borgaralega óhlýðni.

Samþykkt: 
  • 9.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41114


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni - Yfirlýsing.pdf459.48 kBLokaðurYfirlýsingPDF
VM Másson - BA ritgerð - Þvingun og Sannfæring.pdf378.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna