is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41121

Titill: 
  • Baráttan við sveiflutengda kerfisáhættu: Hefur sveiflujöfnunaraukinn tilætluð áhrif?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Í kjölfar alþjóðafjármálakreppunar 2008 er óhætt að segja að ráðist hafi verið í endurskipulag á peningastefnu seðlabanka víða um heim, þar sem Evrópska kerfisáhætturáðið lagði áherslu á notkun þjóðhagsvarúðartækja til þess að stemma stigu við vaxandi sveiflutengda kerfisáhættu. Það er vegna þess að ef sveiflutengd kerfisáhætta vex hratt og í senn mikið aukast líkurnar á fjármálaáfalli til muna. Raunin er hins vegar sú að sveiflutengd kerfisáhætta er í eðli sínu flókið fyrirbæri í ljósi þess að ekki er hægt að mæla hana með beinum hætti heldur þarf að skoða margvíslegar fjármálastærðir sem eru undirliðir fjármálasveiflunnar. Á meðal þeirra stærða sem mynda fjármálasveifluna eru skuldir heimila og fyrirtækja, vöxtur íbúða- og atvinnuhúsnæðisverðs og útlánavöxtur til heimila og fyrirtækja. Í byrjun árs 2017 leit nýtt þjóðhagsvarúðartæki dagsins ljós hér á landi þegar sveiflujöfnunaraukinn tók fyrst gildi. Sveiflujöfnunaraukinn er breytileg eiginfjárkrafa á fjármálafyrirtæki sem hefur meðal annars það markmið að dempa fjármálasveifluna þegar hún er í vexti.
    Markmið þessarar ritgerðar er að kanna hvort sveiflujöfnunaraukinn hafi virkað sem skyldi og skilað tilætluðum árangri í baráttunni við sveiflutengda kerfisáhættu. Stuðst var við ARMAX-líkön en niðurstöðurnar gefa til kynna að sveiflujöfnunaraukinn hafi ólík áhrif á þær fjármálastærðir sem honum er ætlað að mæta. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar hefur hækkun á gildi sveiflujöfnunaraukans neikvæð áhrif á breytinguna í íbúðaverði og atvinnuhúsnæðisverði á höfuðborgarsvæðinu og einnig neikvæð áhrif á útlánavöxt til heimila sem er í takt við væntingar. Ljóst er að sveiflujöfnunaraukinn er búinn að festa sig í sessi sem þjóðhagsvarúðartæki Seðlabankans og þrátt fyrir að eiginfjárkröfur á fjármálafyrirtæki séu ekki algild vísindi benda niðurstöður rannsóknarinnar til þess að tiltölulega auðvelt sé að réttlæta notkun sveiflujöfnunaraukans í baráttunni við sveiflutengda kerfisáhættu.

Samþykkt: 
  • 10.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41121


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð.pdf1.14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - Tómas Dan Halldórsson.pdf269.03 kBLokaðurYfirlýsingPDF