is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41124

Titill: 
  • Ég er grenjandi á Prikinu!!!!!!: Sýn samtalsgreiningar og netmálvísinda á samtöl á netinu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hinar ýmsu mýtur hafa skotið upp kollinum um notkun tungumáls á netinu og telja margir að afslöppuð málnotkun á netinu sé alger óreiða og marki hnignun tungumálsins. Til þess að afsanna þessar mýtur um óreiðu netsamskipta hef ég dregið saman niðurstöður fyrri rannsókna um samtöl á netinu og leitast við að svara tveimur spurningum. Hvernig er uppbygging samtala á netinu? Standa þau öðrum samtölum á sporði hvað varðar megineiginleika samskipta augliti til auglitis?
    Rannsóknir sem hafa verið gerðar um þetta efni einblína ýmist á að bera saman uppbyggingu samtala á netinu og augliti til auglitis eða lýsa þeim leiðum sem fólk notar til þess að viðhalda flæði og skipulagi samtala á netinu. Hér set ég í samhengi og fjalla um niðurstöður fyrri rannsókna um kerfisbundna uppbyggingu samtala og hið óformlega málsnið á netinu. Ég sýni dæmi úr raunverulegum íslenskum samtölum máli mínu til stuðnings, þar sem uppbygging netsamtala hefur lítið verið rannsökuð með hliðsjón af íslenskum samtölum. Dæmin eru fengin úr einkasamtölum og birt hér undir nafnleynd með leyfi allra þátttakenda.
    Niðurstaða þessarar samantektar er sú að samtöl á netinu eru byggð upp á kerfisbundinn hátt og eiginleikar netmáls bjóða upp á skýra tjáningu tilfinninga og hugarfars. Öll samtöl, burtséð frá miðlunarhætti, byggja fyrst og fremst á samstarfi beggja eða allra þátttakenda og lotuskiptakerfið leggur grunninn að uppbyggingu og framvindu samtala. Þátttakendur samtala á netinu hafa fundið frumlegar leiðir til þess að viðhalda kerfinu, s.s. að skrifa lotur upp í heilu lagi áður en þær eru sendar, fylgjast með hvenær viðmælendur voru síðast virkir í samtalinu, hvort þeir hafi opnað skilaboð eða séu byrjaðir að skrifa upp næstu lotu. Einnig nota þátttakendur greinarmerki, stafsetningu og tjákn á skapandi hátt til þess að láta í ljós tilfinningar og dýpka merkingu segða. Þær aðferðir sem þátttakendur netsamtala nýta sér og þeir eiginleikar sem samskiptamiðlar bjóða notendum upp á til að viðhalda skipulagi samtala endurspegla kröfu fólks um skilvirkni í samtölum. Einkasamtöl á netinu geta vissulega verið formleg en óformleiki netmáls er ekki merki um óreiðu, enda hafa óformleg samtöl kerfisbundna og skipulega uppbyggingu á netinu jafnt sem utan þess.

Samþykkt: 
  • 10.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41124


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ég er grenjandi á Prikinu!!!!!! - Unnur Líf Kvaran.pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf264.17 kBLokaðurYfirlýsingPDF