Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41125
Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvernig kynfræðslu var háttað 9. áratug tuttugustu aldar, einkum út frá sjónarhorni kvenna. Hugmyndin að rannsókninni kviknaði þegar ég las Nýja kvennafræðarann (1981) sem er íslensk gerð af danska ritinu Kvinde, kend din krop (1975) og skrifaður útfrá sjónarhorni kvenna á 8.–9. áratugnum, um efni, eins og t.d. þungunarrof og getnaðarvarnir. Við rannsóknina eru notuð gögn frá menntamálaráðuneytinu og Landlæknisembættinu, sem varðveitt er á Þjóðskjalasafni Íslands. Einnig verður rýnt í aðalnámskrár grunnskólanna frá 1976 og 1989 til að skoða hver markmið kynfræðslu voru, og hvort þau væru yfir höfuð skýr. Til að reyna að meta hvernig til tókst er stuðst við greinar og umræðu í tímaritum og blöðum frá þessum tíma. Jafnframt voru tekin viðtöl við konur sem voru á grunn- og framhaldsskólaaldri á 9.áratugnum, til þess að kanna upplifun þeirra af kynfræðslu. Í rannsókninni er rakið hver staða kynfræðslu var fyrir 9. áratuginn hérlendis, hverju átti síðan að breyta og hvort það tókst að lokum.
Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að tekin voru skref til þess að betrumbæta kynfræðslu hérlendis á þessum tíma, þá sérstaklega til að koma í veg fyrir ótímabærar þunganir og útbreiðslu alnæmis. Framkvæmd kynfræðslu stóðst hvorki væntingar Landlæknisembættinu né almennings. Markmið um fræðslu náðu ekki fram að ganga þrátt fyrir talsverða opinbera umræðu því athyglinni var frekar beint að getnaðarvörnum þar sem ábyrgðin lenti oftar en ekki á stúlkum. Þær leituðu því annað en til skólanna til að afla sér þekkingar um kynfræðslu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Bergdís_Klara_Marshall_BA_ritgerð.pdf | 454,98 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlysing_bergdis_klara_marshall.pdf | 267,65 kB | Lokaður | Yfirlýsing |