en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/4113

Title: 
  • Title is in Icelandic Vináttusambönd fólks með þroskahömlun
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Verkefni þetta er fræðileg heimildaritgerð um vináttusambönd fólks með þroskahömlun. Markmið verkefnisins er að skýra betur hvernig vináttusambönd fólks með þroskahömlun eru og hvaða kröfur aðrir gera til þess á því sviði. Einnig er reynt að finna leiðir til að styðja fólk með þroskahömlun í að eignast vini og rækta sambönd sín við þá.
    Í verkefninu kemur fram að fólk með þroskahömlun skortir oft frumkvæði í samskiptum og er því háð aðstoð frá öðrum til að hafa og halda sambandi við vini. Félagsnetið í kringum fólk með þroskahömlun er yfirleitt bæði fámennara og einhæfara en annarra. Margir með þroskahömlun hafa að auki lélega sjálfsmynd sem getur haft áhrif á hvernig þeir lifa lífi sínu í samskiptum við annað fólk. Jafnframt kemur fram að þroskahömlunin sem slík gerir það að verkum að fólk á erfitt með að tileinka sér nýja færni og aðlagast nýjum aðstæðum.
    Mikilvægt er að byrja snemma að styrkja sjálfsmynd fólks með þroskahömlun, þar sem hún hefur áhrif á marga þætti í þroskaferli mannsins. Margir aðilar með þroskahömlun eru líklegir til að einangrast félagslega og er því mikilvægt að þeir fái fræðslu um það hvernig hægt er að viðhalda vináttu. Þeir þurfa jafnframt þjálfun í að greina á milli ólíkra sambanda og samskiptaforma, hvað ber að varast og hvaða mörk er eðlilegt að setja sér í samskiptum við annað fólk.

Accepted: 
  • Nov 11, 2009
URI: 
  • URI is in Icelandic http://hdl.handle.net/1946/4113


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
336G).pdf312.26 kBOpenHeildartextiPDFView/Open