Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41132
Markmið rannsóknarinnar var að skoða upplifun og reynslu nemenda sem innritast höfðu á framhaldsskólabraut og væntingum þeirra til framtíðar. Framkvæmd var eigindleg tilviksrannsókn þar sem leitað var til níu ungmenna og fjögurra fagaðila á sviði framhaldsskólabrautar, til að kynnast þeirra sýn á stöðu ungmennanna við brautina. Helstu niðurstöður varpa ljósi á að frelsi nemendanna til námsvals er afar takmarkað. Fagfólk sammælist þessu og hvetja til fjölgunar styttri námsleiða til að mæta þörfum þeirra nemenda sem ljúka ekki framhaldsskólabraut eða hverfa á brott að henni lokinni. Vert væri að fjölga styttri námsleiðum á þessu skólastigi með það fyrir augum að mæta áhuga þeirra og réttindum til að efla þroska sinn. Tvískipting var í svörum nemenda um ánægju þeirra varðandi það að innritast á þessa braut. Sum skildu stöðu sína vel og áttu ekki von á öðru en að þurfa að fara á framhaldsskólabraut. Hinn hópurinn var ósáttur við hlutskipti sitt sem samræmdist ekki sjálfsmynd þeirra og sum töldu veru á brautinni jaðarsetja sig. Þær neikvæðu hugmyndir breyttust fljótt í afar jákvæða upplifun af brautinni. Þau töldu veru sína þar hafa styrkt trú sína á eigin getu og sjálfsöryggi. Framtíðarsýn nemendanna var í þróun og endurspeglaði virka hugsun, en umfram allt lögðu þau upp með að áhugi myndi ráða vali, án þess að vita hvert stefnan væri sett. Styrkleikar brautarinnar að mati fagaðila eru góð og skilvirk teymisvinna sem og kennarar brautarinnar. Megin lærdómar þessarar rannsóknar eru að betur þarf að koma til móts við nemendur sem glíma við námslegar hindranir ef ætlunin er að draga úr brotthvarfi frá námi.
The aim of this research was to gain insight into experiences and realities of secondary school students enrolled in the Foundation Programme, how their elementary school experiences and studies had influenced them and their expectations for their future career. A qualitative case study was conducted in which nine students and four educational experts working in secondary schools were interviewed. The study revealed that students experienced limited choice in their studies which was affirmed by the experts testimonies. Educational experts emphazised great need to create more diverse and shorter programs to choose from in order to better meet the demands of students who do not complete secondary school. There was a duality in students answers regarding their satisfaction with the Programme, with one group of students having done perfectly well and not expected any differently than to be in the Foundation Programme, while the other group was unhappy about having ended up in the Programme. This group was characterized with a feeling of mismatch then marginalisation. These negative feelings changed quite quickly into overall positive evaluation of their experiences in the Programme. Students stated they felt their experiences had strengthened their self-efficacy, as well as their self-confidence. Students views of their futures were in development and reflected a great deal of active thought, but above all they suggested that their interests would determine their choices, without necessarily having every step of the way planned in advance. According to the experts interviews, the Programmes main assets are its qualified teachers and incorporation of excellent and effective teamwork. The main lessons of this study is that in order to reduce dropout the needs of students with learning difficulties has to be met.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Helga Rós Meistararitgerð í Náms- og starfsráðgjöf 7.5.2022.pdf | 702,06 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
20220509_221655.pdf | 3,15 MB | Lokaður | Yfirlýsing |