is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41134

Titill: 
  • "Selurinn er sæla í búi": Selskutlar á Íslandi og Grænlandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Því hefur verið haldið fram að norrænir menn á Grænlandi hafi ekki tileinkað sér tækni Inúíta eins og að nota skutla til selveiða. Þetta hafi valdið því að þeir áttu undir högg að sækja og byggðir þeirra lögðust af. Þessi skoðun hefur einkum verið byggð á því að ekki hafi fundist selskutlar í mannvistarleifum norrænna byggða á Grænlandi og því að lítið hafi fundist af beinum hringanóra sem einkum er veiddur með skutlum í gegnum vakir á ís. Vitað er að á þeim tíma sem norrænir menn bjuggu á Grænlandi, var sú þekking til staðar á Íslandi að veiða sel með skutlum. Það vekur upp spurningar um hvort tæknin sem notuð var við selveiðar þessara ólíku menningarsamfélaga hafi verið með öllu óskyld, hvort mögulega einhverjar hugmyndir og lausnir hafi farið á milli og hvort hægt sé að leggja mat á hvort skutlar Íslendinga hafi verið síðri til veiða á sel heldur en skutlar Inúíta. Telja verður líklegt að norrænir menn á Grænlandi hafi kunnað að veiða sel með skutlum. Skoðaðir voru og bornir saman selskutlar sem finna má á Þjóðminjasafni Íslands, bæði íslenskir selskutlar og skutlar frá Grænlandi og Alaska, ásamt því að fara yfir teikningar og upplýsingar sem finna má um selskutla á öðrum söfnum. Ekki fannst neitt í þeim samanburði sem bendir til þess að íslenskir selskutlar hafi á einhvern hátt verið verri til selveiða en skutlar Inúíta. Tæknin sem skutlarnir byggja á virðist ekki gjörólík þrátt fyrir ólíkt útlit. Á grundvelli samanburðar selskutlanna er ekki hægt að útiloka að einhverjar hugmyndir hafi farið á milli norrænna manna og Inúíta.

Samþykkt: 
  • 10.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41134


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Selurinn er sæla í búi_BA ritgerð_vfj1.pdf1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Scan.pdf127.58 kBLokaðurYfirlýsingPDF