Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41141
Orka er mikilvægt hugtak sem kemur fram bæði í daglegu lífi fólks og í vísindum. Skilningur á hugtakinu verður sífellt mikilvægari í tengslum við umræður um sjálfbærni og loftslagsvána og skiptir þar miklu að komandi kynslóðir skilji varðveislulögmál náttúrunnar. Kennslubækur setja hugtakið fram á ólíka vegu en það eru miklir vankantar á flestum skilgreiningum þess. Algengasta skilgreiningin, að orka sé getan til að framkvæma vinnu, stangast á við lögmál varmafræðinnar en aðrar skilgreiningar eru ýmist of almennar til að hafa merkingu eða ná ekki yfir allar birtingarmyndir orku. Færa má rök fyrir því að það þurfi ekki að setja fram neina eina skilgreiningu á orku í kennslu, heldur leggja áherslu á orkuvarðveislu og lýsa ólíkum orkuformum. Framhaldsskólanemar hafa ólík not af því sem þeir læra í skól- anum en það gagnast þeim öllum að hafa góðan skilning á orku í mörgum formum og orkuvarðveislu. Sett er fram möguleg lýsing á kennslu orku og tengdra hugtaka á framhaldsskólastigi þar sem lögð er áhersla á skilning, samvinnu og tilraunir með fjölbreyttri verkefnavinnu og sýnitilraunum þar sem ekkert orkuform er undanskilið.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skemman_yfirlysing.pdf | 191.04 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
AlltErOrka.pdf | 1.37 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |