Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41152
Heart rate is commonly used variable to measure stress in horses when used together with other variables. Synchronisation of heart rates is commonly used as an indicator of communication and relationship between the horse and the rider. In this experiment were measured differences in heart rates and behaviour in familiar and unfamiliar horse-rider pairs. Also, connection between heart rates of the riders and the horses were measured, as well as, synchronization between heart rates in each horse-rider pair. Subjects in this study were 12 three- and four-year old horses that were in basic training in Hólar University and 12 students who were training them. The riders rode the horses through a simple track in a riding hall, where they had to ride different patterns at walk, they rode once a familiar horse that they had been training themselves and once an unfamiliar horse. A bicycle was placed in the center of arena to test fear responses in the horses. In this study no difference was found in heart rates of the horses with familiar and unfamiliar riders (T = 0.82, p < .46) neither in behavioural measurements (Z = 37.50, p < .09). The familiarity of the horse didn’t impact either on the heart rates of the riders (T = 0.37, p < .73). There was significant correlation between heart rates of the horses and the riders (r = 0.55, p < .021). Synchronisations were found between heart rates in several horse-rider pairs (p < .000). These results suggest that it is important to look for other factors than familiarity of the rider if the horse is stressed with a new rider. These results support previous findings of syncronisation and underline the importance of the rider being conscious of the effect of his or her psychophysiological state on the horse.
Hjartsláttur er algengur mælikvarði til að mæla stress í hestum þegar aðrir mælikvarðar til að mæla stress eru einnig notaðir. Samstilling hjartslátts knapa og hests er oft talinn gefa til kynna samband og samskipti á milli knapa og hests. Í þessari rannsókn var mældur munur á hjartslætti og hegðun hjá knöpum og hestum sem þekktu hvort annað og svo pörum sem ekki þekktust. Einnig voru tengsl á milli hjartslátts knapa og hests mæld ásamt samstillingu á milli hjartslátts hvers hests og knapa. Þátttakendur í þessari rannsókn voru 12 þriggja og fjögurra vetra hestar sem voru í grunnþjálfun í Háskólanum á Hólum og tólf nemendur sem voru að þjálfa þá. Knaparnir riðu hestunum í gegnum einfalda braut í reiðhöll þar sem þeir þurftu að ríða mismunandi reiðleiðir á feti, þau riðu einu sinni á hesti sem þau þekktu og höfðu sjálf þjálfað og einu sinni hesti sem þau þekktu ekki. Reiðhjól var staðsett í miðju reiðhallarinnar til að kanna ótta viðbrögð í hestunum. Í þessari rannsókn fannst enginn munur á hjartslætti í hestunum eftir því hvort þeir voru með þekktan eða óþekktan knapa (T = .82 p < .46) né í hegðunar mælingum (Z = 37.50 p < .09). Kunnugleiki við hestana hafði ekki heldur áhrif á hjartslátt knapanna (T = .37 p < .73). Það var marktæk fylgni á milli hjartslátts hesta og knapa (r = .55 p < .46). Samstilling var á hjartslætti milli flestra knapi-hestur para (p < .000). Þessi niðustaða gefur til kynna að mikilvægt er að leita eftir fleiri þáttum en kunnugleika ef hestur er stressaður með nýjan knapa. Niðustöðurnar styðja við fyrri rannsóknir á samstillingu hjartslátts og undirstrika mikilvægi þess að knapinn sé meðvitaður um áhrif andlegs og líkamlegs ástands síns á hestinn.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS_Siipola.pdf | 507,86 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |