is Íslenska en English

Skýrsla

Háskólinn á Hólum > Ferðamáladeild > BA verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41156

Titill: 
 • Þekkingarstjórnun í íslenskri ferðaþjónustu : ,,Við verðum að vanda okkur”
Útgáfa: 
 • Maí 2020
Útdráttur: 
 • Þekking er ein af mikilvægustu auðlindum fyrirtækja. Þekkingarstjórnun lýtur að því að ekki sé verið að finna í sífellu upp hjólið. Þekkingarstjórnun er nýtt innan fyrirtækja til þess að móta, skrá og miðla þekkingu.
  Í þessari skýrslu er sagt frá verknámi á Reykjavík Recidence hótel sem staðsett er í miðborg Reykjavíkur. Verknámið var tvíþætt, annars vegar að kynnast fyrirtækjamenningu hótelsins og þar með nýliðaþjálfun. Hins vegar fólst það í að taka fyrstu skref í að innleiða þekkingarstjórnun hjá Reykjavík Residence hótel með því að móta innri vef; gagnabanka sem heldur utan um öll gögn, upplýsingamiðlun og þekkingu innan fyrirtækisins. Þegar skrif hófust á skýrslu þessari hófst skilgreiningarferlið og leitun að hugtaki yfir miðlægan, gagnvirkan þekkingarbanka. Hugtakið innri vefur varð fyrir valinu vegna þess að hugtakið er að vissu leyti opið líkt og innri vefurinn er og verður. Innri vefurinn er gagnvirkur og brotinn upp í flokka og undirflokka. Hann mun á komandi árum verða leiðarvísir að fjölmörgum verkefnum og verkferlum í öllum deildum hótelsins. Leitast er við að svara eftirfarandi spurningu:
  Er þekkingarstjórnun mikilvæg til að ná samkeppnisforskoti?
  Í ljós kom að þekkingarstjórnun er mikilvæg til að ná samkeppisforskoti.
  Höfundur vonast til að þessi lesning verði skemmtileg og lærdómsrík. Allra helst vona ég að innri vefurinn sem settur hefur verið upp muni gagnast umræddu hóteli vel til framtíðar.
  Lykilorð: Þekking, þekkingarstjórnun, þjónustugæði, fyrirtækjamenning, ferðaþjónusta.

 • Útdráttur er á ensku

  Abstract
  Knowledge is one of the essential resources in companies. Knowledge management is all about not re-inventing the wheel constantly. Knowledge management is utilized within companies to develop, record and disseminate knowledge.
  This paper describes vocational training at Reykjavik Recidence Hotel located in the city center of Reykjavik. The vocational training was two-fold, first to get acquainted with the hotel's corporate culture and thus recruit training. Secondly, it involved taking the first steps in initiating knowledge management by designing an internal web; a database that manages all data, information sharing and knowledge within the company. When writing this paper, the definition process began and the search for a concept of a central, interactive knowledgebase. The term internal web was chosen because the term is to some extent open as the internal web is and will be. The internal web is interactive and divided into categories and subcategories. In the years to come, it will guide many projects and workflows in all of the hotel's departments. The paper aims to answer the following research question:
  Is knowledge management important to achieve competitive advantage?
  It turned out that knowledge management is important in order to achieve competitive advantages.
  The author hopes this reading will be interesting and instructive. Most importantly, that the internal web that has been set up will benefit the hotel in the future.
  Keywords: Knowledge, knowledge management, service quality, corporate culture, tourism.

Samþykkt: 
 • 10.5.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/41156


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þekkingarstjórnun í íslenskri ferðaþjónustu.pdf3.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna