is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41163

Titill: 
  • Valdaójafnvægi meðal æðstu stjórnenda á Íslandi. Hvernig er kynjasamsetning æðstu stjórnenda meðal stærstu fyrirtækja landsins?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi rannsókn miðar að því að skoða valdaójafnvægi meðal æðstu stjórnenda stærstu fyrirtækja Íslands. Kynjasamsetning á íslenskum atvinnumarkaði hefur lengi verið umræðuefni þjóðfélagsins, sem og á heimsvísu. Lög um kynjakvóta voru samþykktir í stjórnum fyrirtækja árið 2010 og bundu margir vonir um smitáhrif þess niður valdaþrep fyrirtækja. Meir en áratug síðar hafa litlar sem engar breytingar orðið á jöfnuð milli kynjanna í stöðu æðstu stjórnenda. Markmið rannsóknarinnar er þríþætt þar sem í fyrstu verður varpað ljósi á kynjasamsetningu æðstu stjórnenda 150 stærstu fyrirtækja landsins og smitáhrif kynjakvóta. Í öðru lagi verður kynjasamsetning framkvæmdastjórnar borin saman við þau fyrirtæki sem hafa konu meðal æðstu stjórnenda borin saman við þau fyrirtæki sem hafa karl. Í þriðja lagi verður kynjasamsetning æðstu stjórnenda borin saman við kynjasamsetningu fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll. Rannsóknin byggir á megindlegri aðferðafræði þar sem rýnt verður í fyrirliggjandi gögn um stjórn, æðstu stjórnendur og framkvæmdastjórn 150 fyrirtækja. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að kynjasamsetning stærstu fyrirtækja landsins er körlum í hag. Niðurstöður voru hvað verstar meðal æðstu stjórnenda fyrirtækja þar sem hallar verulega á konur og smitáhrif kynjakvóta hefur ekki haft áhrif á þær stöður fyrir neðan stjórn fyrirtækja. Bersýnilegt er að sjá hvað framkvæmdastjórn þeirra sem hafa konu meðal æðstu stjórnenda var hvað jöfnust milli kynja.

Samþykkt: 
  • 10.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41163


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSritgerd-BryndisMalana.pdf958,04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing-BryndisMalana.pdf463,02 kBLokaðurYfirlýsingPDF