Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41167
Í þessari ritgerð eru tíu kvikmyndir sem varðveittar eru á Kvikmyndasafni Íslands teknar fyrir. Þær eiga það allar sameiginlegt að sýna óeirðirnar sem áttu sér stað þann 30. mars 1949 vegna fyrirhugaðar inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið. Gerð er grein fyrir hugmyndafræðilegum bakgrunni bandalagsins og hvernig skoðanir bæði andstæðinga þess og stuðningsmanna birtust í dagblöðum landsins. Sýnt er hvernig ólík sýn á aðild að bandalaginu markar viðbrögð þessara tveggja fylkinga við óeirðunum sem áttu sér stað á Austurvelli og smitar túlkun áhorfenda á kvikmyndunum. Myndirnar sem teknar voru af atburðinum eru greindar með hliðsjón af hugmyndafræðilegum bakgrunni þeirra sem þær gerðu sem og þeirra sem á þær horfðu. Því er haldið fram að sama hvað kvikmyndirnar sýna í reynd, lék pólitísk sýn og hugmyndafræði þessara aðila veigamikið hlutverk í viðtökunum. Í greiningunni er stuðst við kenningar kvikmyndafræðingsins Bill Nichols, menningarfræðingsins Stuart Hall og listgagnrýnandans John Berger til þess að sýna fram á kvikmynd, jafnvel sú sem ætlað er að miðla sjónrænt raunverulegum atburðum, er jafnan háð hugmyndafræði bæði höfundar og áhorfenda.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Er sjón sögu ríkari Viðtökur kvikmynda sem teknar voru af óeirðunum á Austurvelli 30. mars 1949.pdf | 602.16 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing fyrir Skemmuna.pdf | 203.32 kB | Lokaður | Yfirlýsing |