en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/41169

Title: 
  • Title is in Icelandic Grænn skuldabréfmarkaður: Ávinningur og ytri áhrif
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Viðfangsefni ritgerðarinnar eru græn skuldabréf. Ekki er lengur deilt um það að loftslagsbreytingar og hlýnun jarðar undanfarna áratugi eru af mannavöldum. Grípa þarf til róttækra aðgerða til þess að snúa þróuninni við. Grænn skuldabréfamarkaður á sér ekki langa sögu en hefur vaxið ört bæði hérlendis og erlendis undanfarin ár. Fyrsta græna skuldabréfið í heiminum var gefið út í Svíþjóð árið 2007, en fyrstu grænu skuldabréfin á Íslandi voru gefin út ellefu árum síðar. Græn skuldabréf eru valkostur við hefðbundna fjármögnun til að fjármagna umhverfisvæn verkefni. Söluandvirði þeirra má einungis fjármagna eða endurfjármagna græna starfsemi. Skuldabréfin eru nýtt í að fjármagna verkefni, eignir eða aðra starfsemi sem eru hagkerfinu, umhverfinu og samfélaginu til hagsbóta. Græn skuldabréf eru litaflokkuð eftir því hversu mikill umhverfislegur ávinningur er af þeirri starfsemi sem þau fjármagna. Rannsóknir sýna að markaðurinn er tilbúinn að borga auka álag á skuldabréf sem skilgreind eru sem dökkgræn. Þar sem græni skuldabréfamarkaðurinn er tiltölulega nýr hafa komið í ljós veikleikar í aðhaldi utan um verkferla og eftirlit. Þeir snúa m.a. að því hvort útgefendur grænna skuldabréfa noti ágóða þeirra til að ná vottuðum og viðurkenndum markmiðum í loftslagsmálum. Einnig er til staðar hætta á svo nefndum grænþvotti en það er að útgefendur grænna skuldabréfa séu í raun ekki að nota þau til að fjármagna græna starfsemi. Rannsóknir sýna einnig að utanaðkomandi áhrif í hagkerfinu líkt og Covid-19 geta haft neikvæð áhrif á sjálfbæra þróun grænna skuldabréfa. Þrátt fyrir þetta eru kostirnir fleiri en gallarnir. Þessi mikilvægi markaður er að þróast og sífellt fleiri aðilar á markaði líta á grænan skuldabréfamarkað sem framtíðarlausn til að takast á við loftslagsvandamál. Ísland hefur nokkra sérstöðu að þessu leyti vegna sjálfbærrar þróunar í orkumálum og notkun endurnýjanlegra orkugjafa.

Accepted: 
  • May 11, 2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41169


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
SKEMMAN.pdf263.53 kBLockedDeclaration of AccessPDF
Grænn skuldabréfamarkaður.pdf7.3 MBOpenComplete TextPDFView/Open