is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41178

Titill: 
  • Stefnumótun í málefnum barna sem eiga foreldra með alvarlega geðsjúkdóma: Staða Íslands í samanburði við Noreg, Svíþjóð og Danmörku
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið þessarar ritgerðar er að skoða stefnumótun í málefnum barna á Íslandi sem eiga foreldra með alvarlega geðsjúkdóma. Varpað verður ljósi á hvað megi gera betur til að mæta þörfum barnanna og bæta þjónustu við þau. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem aðstandendur, eru í áhættuhóp fyrir að eiga í félagslegum erfiðleikum og jafnvel þróa með sér einhverskonar andleg veikindi á fullorðins árum, sé þeim ekki veittur viðeigandi stuðningur. Úrræði þar sem stuðst er við hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar og þátttöku barna í stefnumótun í eigin málefnum geta stuðlað að velferð þeirra. Rýnt verður í kenningar sem nýta má við stefnumótun í málefnum barna og fjölskyldna. Með tilkomu nýrra laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna hefur stefnumótun í þessum málum tekið breytingum. Í samanburði við önnur Norðurlönd á borð við Svíþjóð og Noreg sést að Ísland á enn töluvert langt í land. Með því að líta til nágranna okkar á Norðurlöndunum getum við nýtt okkur þá þekkingu sem er til staðar og innleitt árangursríkar aðferðir við að styðja börn foreldra með alvarlega geðsjúkdóma.
    Lykilorð: Stefnumótun, seigla (e. resilience), snemmtæk íhlutun (e. early intervention), valdefling (e. empowerment), notendasamráð (e. user participation).

Samþykkt: 
  • 12.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41178


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skönnuð yfirlýsing 001.jpg377,83 kBLokaðurYfirlýsingJPG
JetteMJ-BA ritgerð.pdf478,96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna