is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41181

Titill: 
 • Titill er á ensku Seasonal- and menstrual rhythms of dietary intake
 • Árstíða- og tíðahringsbundnar sveiflur fæðuinntöku
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Hormónasveiflur geta komið fram við árstíðabreytingar og milli mismunandi fasa tíðahringsins. Vísbendingar eru um að þessar sveiflur geti haft áhrif á mataræði kvenna. D-vítamínbúskapur getur orðið fyrir áhrifum árstíðarbundinna breytinga á sólarljósi, en það gæti verið munur á öðrum næringartengdum þáttum líkt og á heildarorkuneyslu milli árstíða og neyslu á viðbættum sykri og fitu milli fasa tíðahringsins.
  Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort munur sé á neyslu fæðutegunda úr nokkrum fæðuflokkum og neyslu næringarefna kvenna eftir árstíðum (veturs og sumars) og milli fasa tíðahringsins (fasa blæðingar, eggbúsfasa og gulbúsfasa).
  Aðferðir: CYCLES er fjölfaglegt rannsóknarverkefni sem fram fór á Íslandi árin 2016-2017. Gögnum var safnað fyrir sömu þátttakendur yfir tvær árstíðir, þar á meðal mataræði. Alls luku 23 heilbrigðar konur, miðgildi aldurs (IQR) 33 (28-36) ára, sex sólahringsupprifjunum. Þrjár sólahringsupprifjanir fóru fram að vetri og þrjár að sumri, dreift á þrjá fasa tíðahringsins á hvorri árstíð fyrir sig. Hefðbundið mataræði var metið og samanburður gerður milli árstíða og fasa tíðahringsins á fæðu úr völdum fæðuflokkum (ávextir, hnetur og fræ, grænmeti, fiskur, kjöt, heilkorn, kex og kökur, flögur og sælgæti), auk heildarorkuneyslu, neyslu orkugefandi næringarefna (kolvetni, viðbættur sykur, trefjar, fita, mettuð fita og prótein) og valinna vítamín og steinefna (D-vítamín, B6-vítamín, B9-vítamín (fólat), B12-vítamín, járn og joð). Við samanburð var leiðrétt fyrir fjölda prófa.
  Niðurstöður: Lítill hluti hóps náði ráðlagðri neyslu á D-vítamíni, fólati, járni og joði. Miðgildi orkuneyslu (IQR) var 1896 (1636-2316) kkal að vetri og 1918 (1589-2229) kkal að sumri. Breytileiki einstaklinga á neyslu matvæla og næringarefna milli árstíða var mikill innan hópsins, þar sem neysla sumra einstaklinga var hærri að vetri en sumri, en öfugt hjá öðrum. Skýr tilhneiging í aðra hvora áttina var ekki að sjá, jafnvel ekki fyrir D-vítamín. Í heild sást enginn tölfræðilega marktækur munur á neyslu eftir árstíðum. Hinsvegar, þá gáfu niðurstöður vísbendingu um að árstíðarbundinn munur væri á neyslu trefja og járns, sem voru marktækt hærri að sumri fyrir leiðréttingu. Miðgildi neyslu (IQR) á viðbættum sykri var 47 (31-53) g á fasa blæðinga, 38 (22-50) g á eggbúsfasa og 57 (23-62) g á gulbúsfasa á meðan neysla á fitu fyrir sömu fasa var 73 (53-96) g, 86 (70-104) g og 92 (72-106) g. Þó enginn tölfræðilega marktækur munur væri séður á neyslu hópsins eftir fösum, þá gáfu niðurstöður vísbendingu um að tíðahringsbundinn munur væri á neyslu fitu, sem var marktækur fyrir leiðréttingu.
  Ályktun: Enginn tölfræðilega marktækur munur sást á mataræði milli árstíða eða fasa tíðahringsins, sem gæti verið að sökum lítils úrtaks. Mikill breytileiki einstaklinga bendir þó til þess að frekari úrvinnsla úr CYCLES verkefninu verði áhugaverð, þar sem mataræðisgögn verða sameinuð öðrum þáttum, sem og rannsókn með stærra úrtaki.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Hormonal fluctuation may occur with rhythms of seasons and of different phases of the menstrual cycle. Levels of vitamin D can be affected by seasonal rhythms of sunlight, but there may be other nutritional differences such as in energy intake between seasons and in intake of added sugar and fat within phases of the menstrual cycle.
  Aim: The current study aims to investigate whether consumption of food from several food groups and intake of macro- and micronutrients differ between two seasons (winter and summer) and within phases of the menstrual cycle (menstrual-, late follicular- and late luteal phase).
  Methods: CYCLES is an observational multidisciplinary research project that took place in Iceland in 2016-2017. Data was collected for the same participants over two cross sectional events, including dietary intake. In total 23 healthy female participants, median (IQR) age of 33 (28-36) years, completed six 24-hour dietary recalls. Three dietary recalls were collected in winter and three in summer, each spread within one menstrual cycle. Habitual diet was estimated and dietary intake compared between seasons and phases of the menstrual cycle from selected food groups (fruits, nuts and seeds, vegetables, fish, meat, wholegrains, biscuits and cakes, chips and candy), as well as intake of energy, macronutrients (carbohydrate, added sugar, fiber, fat, saturated fat and protein) and micronutrients (vitamin D, vitamin B6, vitamin B9 (folate), vitamin B12, iron and iodine). The multiple comparisons were corrected for.
  Results: Only small part of the group reached recommended intake of vitamin D, folate, iron and iodine. Median intake of total energy (IQR) was 1896 (1636-2316) kcal during the winter and 1918 (1589-2229) kcal during the summer. Individual variation was large in dietary intake between seasons, with no clear trend in either direction, not even for vitamin D. Overall, no statistically significant difference was observed for dietary intake between seasons. However, the results were indicative for difference in fiber and iron intake, as they were significantly higher during the summer before the correction. Median intake (IQR) of added sugar was 47 (31-53) g in menstrual phase, 38 (22-50) g in follicular phase and 57 (23-62) g in luteal phase while fat intake for the same phases was 73 (53-96) g, 86 (70-104) g and 92 (72-106) g. Even though no statistically significant difference was observed in dietary intake within the phases, the results were indicative for difference in fat intake, as it was significantly different within phases before the correction.
  Conclusion: No statistically significant difference in dietary intake was found between seasons nor phases of the menstrual cycle, possibly due to small sample size. However, large individual variations bet for an interesting further analysis within the CYCLES project, where the dietary data and other factors will be combined, as well as investigating a larger sample.

Samþykkt: 
 • 12.5.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/41181


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlysing_undirritad.pdf233.81 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Masterthesis.pdf6.09 MBLokaður til...01.01.2025HeildartextiPDF