is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41183

Titill: 
  • Viðhorf fanga til þjónustu fagfólks á meðan afplánun stendur: Þjónusta fagaðila í fangelsum landsins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fyrri rannsóknir og þekking sýna fram á að mjög algengt er að fangar séu að glíma við fjölþættan geðheilbrigðisvanda og félagsleg vandamál. Þjónusta frá fagaðilum á meðan afplánun stendur er því gríðarlega mikilvæg til að stuðla að því að fangelsisvist skili tilætluðum árangri og tryggi örugga endurkomu fólks inn í samfélagið að lokinni afplánun. Í þessari könnun er sjónum beint að þjónustu fagaðila á meðan afplánun stendur. Framkvæmd var megindleg spurningakönnun meðal fanga þar sem kannað var viðhorf þeirra til þjónustunnar í samvinnu við Fangelsismálastofnun. Þátttakan var valfrjáls þar sem könnunin lá frammi í öllum fangelsum landsins og fór þátttakan fram úr væntingum þar sem svarhlutfallið var 38.5%. Í ritgerðinni er spurt hvort sú þjónusta sem veitt er af fagaðilum innan veggja fangelsa sé að mæta þörfum fanga og hvort einstaklingar í fangelsum upplifa afplánun sína sem endurhæfingar- eða refsivist? Tilgangur könnunar var að kanna hvort þjónustu í fangelsum landsins sé ábótavant og ef svo, hvað megi betur fara svo hún skili fullnægjandi árangri. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar þá þyrfti að auka þjónustu fagfólks innan fangelsa. Opin svör þátttakenda leiddu í ljós of langan biðtíma eftir þjónustu frá fagaðilum sem og að fjöldi tíma sem í boði væru með hverjum fagaðila væri af of skornum skammti að þeirra mati. Það er þó ánægjulegt að niðurstöður sýna að mikill hluti þátttakenda er ánægður með þá þjónustu sem þeir fá þrátt fyrir að meirihluti þátttakenda telja sig ekki fá nægilega mikla þjónustu innan fangelsa og fáir eru að fá meðferðaáætlun. Hvað varðar upplifun þátttakenda af afplánun sinni sem refsivist eða endurhæfingarvist, þá sýndu niðurstöðurnar að meirihluti fanga upplifa afplánun sína frekar sem refsivist. Nauðsynlegt er að varpa ljósi á þessar niðurstöður til að hægt sé að bæta um betur í fangelsismálum á Íslandi með það að leiðarljósi að stuðlað sé að því að skapa umhverfi sem skapar farveg fyrir fanga eftir afplánun.

Samþykkt: 
  • 12.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41183


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerð-ARÓ-LÓA.pdf1,65 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
BA - yfirlýsing.pdf475,62 kBLokaðurYfirlýsingPDF