is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41184

Titill: 
  • Áhrif vanrækslu á tengslamyndun barna fyrstu tvö æviárin
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.A.-gráðu í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Meginmarkmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á hvaða áhrif vanræksla getur haft á tengslamyndun barna fyrstu tvö æviárin. Einnig að skoða hver aðkoma félagsráðgjafa er í þessum málaflokki og hvaða úrræði og bjargir eru fyrir börn sem eru með tengslavanda fyrstu tvö æviárin. Rannsóknir hafa sýnt að tengslamyndun er lífsnauðsynleg fyrir einstaklinga og myndun þessara tengsla á fyrstu árum barns er afar mikilvæg upp á framtíðina. Tengslamyndun barna er mikilvægur þáttur í þroska þeirra og leggur grunn að velferð og heilbrigði. Þegar barn nær ekki að mynda örugg tengsl við umönnunaraðila sinn getur það haft ýmsar afleiðingar í för með sér. Rannsóknir hafa sýnt að vanræksla getur haft áhrif á tengslamyndun barna í frumbernsku. Afleiðingar þess geta birst á ýmsa vegu, bæði er varðar andlega og líkamlega heilsu. Nauðsynlegt er að til séu bjargir og úrræði fyrir þessi börn til að koma í veg fyrir frekari skaða og mikilvægt að félagsráðgjafar séu vel að sér í tengslafræðum og meðvitaðir um einkenni og afleiðingar vanrækslu.

Samþykkt: 
  • 12.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41184


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð Hrönn Kristín Angantýsdóttir hka10.pdf411.61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
YFIRLÝSING.pdf342.98 kBLokaðurYfirlýsingPDF