Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/41192
Einelti er alvarlegur samfélagslegur vandi sem finna má víða og getur komið fyrir hvern sem er. Einelti hefur verið viðloðandi skólaumhverfið svo lengi sem menn muna og er algengasta tegund ofbeldis innan skóla. Birtingarmyndir eineltis geta verið mismunandi og afleiðingar eineltis í æsku geta verið alvarlegar og geta fylgt þolendum fram á fullorðinsár. Meginmarkmið ritgerðarinnar var að varpa ljósi á hvaða áhrif einelti getur haft á mótun sjálfsmyndar og hvaða hlutverki skólafélagsráðgjafar geti gengt í eineltismálum. Niðurstöður margra rannsókna hafa sýnt fram á að börn og unglingar sem eru þolendur eineltis séu oft með brotna sjálfsmynd, einangruð, einmana, gengur illa í skóla, upplifa aukinn kvíða, þjást af sjálfsvígshugunum og séu í meiri sjálfsvígshættu en þeir sem ekki hafa upplifað einelti. Það er mikilvægt að þolendur eineltis fái viðeigandi stuðning og tækifæri til þess að styrkja sjálfsmynd sína að nýju. Verkefni skólafélagsráðgjafa eru margvísleg og fjölþætt en markmið með vinnu þeirra er að greina og meta þá þætti sem mögulega hafa áhrif á almenna líðan hjá nemendum. Út frá umfjöllunarefni ritgerðarinnar má draga þær ályktanir að einelti getur haft veruleg áhrif á mótun sjálfsmyndar hjá börnum og þar geta skólafélagsráðgjafar gegnt lykilhlutverki til að draga úr neikvæðum áhrifum þar sem sérþekking og grundvöllur í öllum þeirra störfum er heildarsýn og kerfishugsun ásamt valdeflingu, aðferðum og úrræðum í samfélaginu sem hægt er að nýta í eineltismálum
Lykilorð: Félagsráðgjöf, Skólafélagsráðgjöf, Einelti, Sjálfsmynd
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
akb7_ÁsthildurKristín_BAlokaskjal.pdf | 406.41 kB | Open | Complete Text | View/Open | |
akb7_ÁsthildurKristín_YfirlýsingSkemman.pdf | 231.67 kB | Locked | Declaration of Access |