is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41193

Titill: 
  • Fangelsismál á Íslandi í samanburði við fangelsismál í Danmörku: Refsistefna, betrunarstefna og mikilvægi félagsráðgjafar í fangelsismálum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er meginviðfangsefnið að bera saman fangelsismál á Íslandi við fangelsismál í Danmörku og skoðað er hvort staðan í málefnum fanga sé ólík eða sambærileg. Þar að auki er fjallað um refsistefnu, betrunarstefnu og mikilvægi félagsráðgjafar í fangelsismálum. Þær spurningar sem leitað er svara við eru: Er eitthvað í fangelsismálum á Íslandi sem er ólíkt eða sambærilegt því sem tíðkast í Danmörku? Er betrunarstefna árangursríkari heldur en refsistefna í fangelsismálum? Hverjar eru helstu áherslur í vinnuaðferðum félagsráðgjafa í starfi með föngum? Er félagsráðgjöf mikilvæg stétt innan fangelsiskerfisins? Helstu niðurstöður ritgerðarinnar sýna að þegar fangelsismál á Íslandi eru borin saman við fangelsismál í Danmörku kemur í ljós að það er meira líkt með þeim heldur en ólíkt. Lagaákvæði íslenskra fullnustulaga sem ætluð eru til betrunar er að mörgu leyti sambærileg því sem fram kemur í fullnustulögum í Danmörku. Einnig sýna niðurstöðurnar að betrun sé árangursríkari aðferð í fangelsismálum en refsing. Síðan hafa niðurstöður ritgerðarinnar leitt í ljós að félagsráðgjöf getur verið gríðarlega mikilvæg stétt innan fangelsiskerfisins. Félagsráðgjafar hafa vinnuaðferðir og hjálpartæki til að takast á við málefni fanga og geta þær aðferðir haft góð áhrif á líf fanga og bætt aðstæður þeirra til muna.

Samþykkt: 
  • 12.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41193


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
sylviahauksd. - BA ritgerð FRG261L.pdf347,08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna - sylviahauksd..pdf2 MBLokaðurYfirlýsingPDF