is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4120

Titill: 
  • Tengsl reiði og foreldrastuðnings við átköst unglinga
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Athuguð voru tengsl frumbreytanna reiði og foreldrastuðnings við fylgibreytuna átköst eins og þær voru mældar í spurningalista könnun Rannsóknar og greiningar ehf. árið 2000. Tengsl átkasta við þyngdarstuðul voru einnig skoðuð. Þátttakendur voru 1963 nemendur í 9. og 10. bekk á Íslandi árið 2000, 1005 stúlkur og 958 drengir. Tilgáta um að stúlkur stunduðu frekar átköst en drengir stóðst og tilgáta um að tíðari átköstum fylgdi hærri þyngdarstuðull stóðst hvað stúlkur varðaði. Tigátur um að meiri reiði og minni stuðningi fylgdi tíðari átköst stóðust en tilgáta um að stuðningur foreldra dragi úr tengslum reiði og átkasta, stóðst ekki. Fylgni reyndist vera milli reiði og átkasta í úrtakinu. Meiri reiði fylgdu tíðari átköst. Reiði skýrði 2,9% af dreifingu átkasta í úrtakinu Neikvæð fylgni reyndist milli stuðnings foreldra og átkasta. Meiri stuðningi fylgdu færri átköst. Stuðningur foreldra skýrði 0,9% af dreifingu átkasta í úrtakinu. Stuðningur foreldra hafði ekki áhrif á tengsl reiði og átkasta. Fylgni reyndist milli stuðnings foreldra og reiði. Því minni stuðning sem þátttakendur töldu sig hafa af foreldrum, því meiri reiði reyndist meðal þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu einnig að meiri reiði fylgdi meiri neysla tóbaks, áfengis og vímefna, svo og meiri sjónvarpsnotkun og lægri skólaeinkunnir. Meiri reiði fylgdi iðkun nokkura einstaklingsíþrótta en ekki hópíþrótta. Meiri stuðningi foreldra fylgdi minni neysla tóbaks og vímugjafa. Niðustöður þessarar rannsóknar benda til að þættir eins og tilfinningar og félagslegur stuðningur hafi áhrif á mataræði. Frekari rannsókna er þörf á þessum þáttum og finna þarf ástæður þess að fólk borðar of mikið. Rannsaka þarf tengsl sálrænna þátta, stuðnings foreldra við áhættuhegðunar unglinga.

Athugasemdir: 
  • Vantar rétta forsíðu.
Samþykkt: 
  • 16.11.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4120


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
09_fixed.pdf320.71 kBLokaðurHeildartextiPDF