is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41202

Titill: 
  • Titill er á ensku „Yfirsetan er það sterkasta sem við höfum“: Viðhorf ljósmæðra til eðlilegra fæðinga og verndun þeirra í sjúkrahúsfæðingum. Eigindleg viðtalsrannsókn
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Fæðingarþjónusta í vestrænum heimi hefur verið undir sterkum áhrifum af læknisfræðilegri nálgun, lagalegum, félagslegum og stjórnmálalegum þáttum. Sjúkdómsvæðing hins lífeðlifræðilega fæðingarferlis hefur aukist og eðlilegum fæðingum án inngripa fer fækkandi. Þetta er áhyggjuefni ljósmæðra og annars heilbrigðisfagsfólks víða um heim. Tilgangur: Markmið rannsóknarinnar er að skoða viðhorf ljósmæðra til eðlilegra fæðinga og hvernig þær vernda hana á þverfræðilegum fæðingardeildum sjúkrahúsa. Rannsóknin er viðtalsrannsókn með innihaldsgreiningu. Hún er hluti af alþjóðlegri rannsókn sem gerð er innan samstarfsnets ljósmæðraskóla í Norður- og Eystrasaltslöndum "Midwives of the North“ á vegum Nordplus. Eftirfarandi rannsóknarspurning lá til grundvallar: Hvernig skilgreina og vernda ljósmæður eðlilega fæðingu á þverfræðilegum fæðingardeildum sjúkrahúsa á Norðurlöndum? Aðferð: Rannsóknin er eigindleg rannsókn með innihaldsgreiningu. Tekin voru sjö hálfstöðluð viðtöl við starfandi ljósmæður á fæðingarvakt Landspítalans sem höfðu allar meira en 15 ára starfsreynslu í fæðingum og voru á aldrinum 48-70 ára.
    Niðurstöður: Þær endurspeglast í meginþema um að: „Eðlileg fæðing er mikilvæg fyrir allar konur“ sem skiptist svo í þrjú yfirþemu með átta undirþemum: 1. Ólíkar skilgreiningar 2. Áhrif umhverfis 3. Yfirsetan er það sterkasta. Í skilgreiningum ljósmæðranna á eðlilegum fæðingum kemur fram að þær eru ólíkar og ekki bara þessi eina frumskilgreining um lífeðlisfræðilega fæðingu án inngripa. Jákvæð upplifun konunnar vegur þungt og tæknileg inngrip í fæðinguna eru nánast farin að verða hluti af þessu eðlilega. Ályktanir: Ljósmæðurnar töluðu um að yfirsetan og samband þeirra við konuna sé það sterkasta sem þær hafi til að vernda eðlilega fæðingu en að umhverfi sjúkrahússins geti þar haft truflandi áhrif. Þessar niðurstöður um sýn ljósmæðranna á mikilvægi yfirsetu til að styðja við eðlilegt ferli fæðingar er hvatning fyrir fæðingarvakt Landspítala. Mikilvægt er gefa yfirsetunni rými, viðhalda henni og styrkja sem verndandi og styðjandi þátt fyrir eðlilega fæðingu. Enn fremur að hver kona, maki hennar og barn fái einstaklingsbundna þjónustu í samræmi við óskir og þarfir.
    Lykilorð: Eðlileg fæðing, ljósmóðir, stuðningur, fæðingardeild sjúkrahúsa

Samþykkt: 
  • 12.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41202


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð 2022.pdf810,56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
fyrir skemmu .jpg2,93 MBLokaðurYfirlýsingJPG